Saga - 2005, Page 128
126 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
rétt höfundar myndverks að því „til fjölföldunar þess eða útgáfu
eða annarrar hliðstæðrar notkunar, enda sé hún höfundi mikil-
væg," eins og Páll Sigurðsson prófessor segir í fróðlegri bók um
höfundarrétt, en hann bætir við: „Tekið er fram, að þessi aðgangs-
réttur höfundar sé persónulegur, óframseljanlegur og erfist ekki."14
Með þessari breytingu á höfundalögum átti til dæmis að tryggja, að
listmálari, sem selt hefði manni málverk, gæti fengið aðgang að því,
ef hann ætlaði sér að birta mynd af því í bók eða á póstkorti. Eig-
andi málverksins gæti ekki meinað honum slíks aðgangs. Hann
hefði að vísu eignarréttinn á hlutnum sjálfum, en listmálarinn höf-
undarréttinn á sköpunarverki sínu. Ekki er fráleitt að hugsa sér, að
sams konar lagaregla gildi um bréf, sem gefin eru eða seld á safn.
Höfundur þeirra hafi eftir sem áður í krafti höfundarréttar síns sér-
stakan aðgangsrétt að bréfunum, til dæmis til fjölföldunar þeirra
eða útgáfu eða annarrar hliðstæðrar notkunar, sem honum sé mik-
ilvæg. En er slíkur aðgangsréttur höfundar bréfa „persónulegur,
óframseljanlegur og erfist ekki" eins og aðgangsréttur höfundar
myndverks? Ef svo er, þá fellur hann niður við lát höfundar, svo að
erfingjar Laxness (og starfsmenn þeirra eins og Helga Kress) njóta
ekki víðtækari aðgangsréttar en aðrir notendur Landsbókasafnsins.
Væri fróðlegt að fá úr því atriði skorið. En aðalatriðið er þetta:
Helga Kress stendur í tvíþættum hagsmunatengslum við erfingja
Laxness, sem hafa reynt eftir megni að torvelda, tefja og jafnvel
hindra, að ég skrifaði bók mína. Hún hefur átt hlut að því að reyna
að hefta rannsóknafrelsi mitt (og væntanlega með því brotið siða-
reglur Háskóla íslands).
Hvað er ritstuldur?
Þar eð ritgerð Helgu Kress um bókina Halldór er ákæra, en ekki
dómur, segir hún ekki á verkinu kost og löst, heldur tínir til allt,
sem stutt gæti niðurstöðu hennar. Hún bendir á nokkrar villur í bók
minni, en að vísu miklu færri en búast mætti við í 620 blaðsíðna
verki, þótt skylt sé að þakka henni fyrir það og leiðrétta, strax og
auðið er. Helga hefur hins vegar ekki fundið nógu margar raun-
verulegar villur, svo að hún bætir þar við, eins og naglasúpan var
forðum drýgð. Helga telur það til dæmis villur, að Björn í Grafar-
holti sé nefndur Björnsson, en hartn hafi sjálfur ávallt nefnt sig
14 Páll Sigurðsson, Höfundaréttur (Reykjavík, 1994), bls. 145.