Saga - 2005, Side 129
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
127
Bjamarson, og að nafn Árna Thorsteinsonar tónskálds sé skrifað
með tveimur s-um.15 Eru þetta ekki álitamál frekar en villur? Helga
horfir líka fram hjá þeim tveimur eðlilegu reglum, sem ég setti mér
um stafsetningu í bókinni: Ég hafði allt, sem Laxness skrifaði eða
haft var orðrétt eftir honum, með þeirri stafsetningu, sem hann
gerði sér, en annað hafði ég með samræmdri skólastafsetningu. En
Helga nefnir það „villur", þegar ég breyti stafsetningu á frumtext-
um í samræmi við þetta.16 Geri ég villur, ef ég nota aðrar reglur um
stafsetningu í bók minni en Helga vill? Þá hneykslast hún óspart á
tveimur vinnureglum mínum, sem ég skal fúslega játa, að færa má
rök gegn eins og fyrir. Önnur er að gera ráð fyrir, að ýmis atvik í
skáldverkum Laxness hafi komið fyrir hann, til dæmis á skipi yfir
Atlantshafið, í lestarferð norður Ítalíuskaga eða í heimsókn á Breta-
safn. Ég hygg, að svo sé: Laxness fór beinlínis á þessar slóðir til að
safna sér efni og setti það inn í skáldverk sín. En auðvitað hef ég
engar aðrar heimildir fyrir því. Hin vinnureglan er að taka minn-
ingabækur Laxness trúanlegar um ýmis atvik, nema þegar aðrar
heimildir afsönnuðu þær. Mér var auðvitað ljóst, að Laxness færði
margt í stílinn í þessum bókum, en þær eru þrátt fyrir það fróðleg-
ar og skemmtilegar. Þess vegna endursagði ég ýmislegt úr þeim.
Þetta eru þó aukaatriði. Mestu máli skiptir auðvitað, að Helga
Kress gefur sterklega í skyn, að bókin Halldór sé ekki eftir mig!17 Ég
hafi sett saman texta eftir aðra og með því framið stórfelldan rit-
stuld, ekki aðeins beinan eða orðréttan ritstuld, heldur líka hug-
mynda- og rannsóknastuld. Máli sínu til stuðnings bendir hún að-
allega á, að ég vísi ekki til þeirra Halldórs Kiljans Laxness og Peters
Hallbergs í hvert skipti, sem ég nýti mér efni frá þeim. Þessum
ásökunum vísa ég algerlega á bug. Ég reyni hvergi í bók minni að
leyna því, að ég styðjist við minningabrot Laxness úr ýmsum verk-
um hans og nýti mér mjög rannsóknir Hallbergs. Öðru nær. Ég tek
það sérstaklega fram í eftirmála bókarinnar. Ég kveðst hafa haft
„ómælt gagn" af rannsóknum Hallbergs á verkum Laxness. Ég tel
þar líka upp helstu minningabækur Laxness og segi: „Allt þetta
efni hef ég reynt að hagnýta mér og fella saman í eina heild, en hef
vísað fyrirvörum og athugasemdum í neðanmálsgreinar til að trufla
15 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti," bls. 211.
16 Sjá t. d. Helgu Kress, „Meðal annarra orða. Síðari hluti," bls. 196 og 198.
17 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti," bls. 189, og „Meðal annarra
orða. Síðari hluti," bls. 188 og 222.