Saga - 2005, Side 130
128
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ekki hinn almenna lesanda, þótt mér beri auðvitað að gera fræði-
mörtnum skil á forsendum mínum."18 Ég veit ekki til þess, að ég
noti neitt ritverk í bók minni, sem ekki sé einhvers staðar vísað þar
til, þótt hitt skuli ég fúslega viðurkenna, að ég hefði mátt vísa oftar
til þeirra Laxness, Hallbergs og annarra höfunda. Áður en lengra er
haldið, hlýt ég líka að vekja athygli á því, að auðvitað var mér frá
upphafi ljóst, að bók mín yrði lesin vandlega og ekki alls staðar af
jafnmikilli góðvild í minn garð.19 Þeir textar, sem Helga sakar mig
um að hafa hnuplað frá Laxness og Hallberg, eru úr bókum, sem
eru mjög víða til. Þetta eru alkunnir textar. Ég hefði þurft að vera
tröllslega heimskur til þess að ætla mér að hnupla efni úr þeim, og
ef sú er reyndin, að ég sé svo heimskur, þá hefði Helga ekki þurft
að gera sér það ómak, sem hún gerði.
Helga Kress hefur skilgreiningu sína á ritstuldi eftir Hannesi
Péturssyni:20
[Rjitstuldur (á frönsku: plagiat, eftir latínu: plagiare, „ræna
fólki") gerir einkum vart við sig innan fagurbókm[ennta] og
fræðimennsku og er í því fólginn, að ákveðinn höf[undur] tek-
ur hugsmíð eða rannsókn annars manns traustataki og birtir á
prenti sem sitt eigið verk.
Ég hef ekkert við þessa skilgreiningu að athuga annað en það, sem
allir hljóta að vera sammála um, að bæta mætti við orðunum „af
ásettu ráði" á eftir „tekur". Þetta óhjákvæmilega atriði kemur skýr-
ar fram í skilgreiningu Jakobs Benediktssonar á ritstuldi:21
Ritstuldur (fr. plagiat, úr lat. plagiare, „fremja mannrán").
Bein og vísvitandi not á ritverki annars manns án þess að geta
heimildar, þannig að höfundur birtir orð eða fræðilegar niður-
stöður annarra sem sitt eigið verk. Með löggjöf um höfundar-
rétt eru reistar skorður við beinum r[itstuldi], þ. e. ef teknir eru
18 Hannes H. Gissurarson, Halldór, bls. 619.
19 Sbr. t. d. Guðmund Andra Thorsson, „Þegar boðflennan gerist veislustjóri,"
Fréttablaðið 6. okt. 2003, og „Leyfum honum að göslast," Fréttablaðið 13. okt. 2003.
20 Hannes Pétursson, Bókmenntir (Reykjavík, 1980, 2. útg.), bls. 81. Helga vitnar
líka í erlenda fræðimenn, en skilgreiningar þeirra eru víðari en ég get sam-
þykkt, svo að ég sleppi því að ræða um málið í því ljósi.
21 Jakob Benediktsson, Hugtök og heiti í bókmenntafræði (Reykjavík, 1989), bls.
221. Bókina vann Jakob með aðstoð þeirra Halldórs Guðmundssonar og Öm-
ólfs Thorssonar. Það er athyglisvert, hvers vegna Helga Kress vísar ekki til
þessarar nýrri og rækilegri skilgreiningar á ritstuldi. Er það af þvf, að erfiðara
er að heimfæra verk mitt undir ritstuld samkvæmt henni?