Saga - 2005, Side 133
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
131
hefði fallið niður heimildaskrá í bók sinni.24 Ég held að vísu, að það
hefði ekki nægt að geta bókar Okuns í heimildaskrá til þess, að
Gylfi yrði talinn alsaklaus af ritstuldi. Hann hefði orðið að taka
fram í formála eða eftirmála, að hann hefði stuðst mjög við bók Ok-
uns, en ekki látið sér nægja að geta hennar í heimildaskrá (og jafn-
vel þá hefði hann verið sekur um ritstuld samkvæmt mælikvarða
Helgu Kress). En mér vitanlega gerði enginn athugasemd við skýr-
ingu Gylfa sumarið 1979.
Maður er ekki sekur um ritstuld, ef hann leynir því ekki, hvaðan
hann tekur efni sitt, því að þá birtir hann ekki verk annarra á prenti
sem sitt eigið. Ritstuldur er, eins og Jakob Benediktsson segir, „bein
og vísvitandi not". En eitt erfiðasta úrlausnarefnið um ritstuld snýst
einmitt um ásetning. Það er að vísu oftast auðséð, þegar maður tek-
ur orðrétt upp eftir öðrum án þess að geta þess, þótt hugsanlegt sé,
að tilvísanir falli niður af vangá. En um hugmynda- eða rannsókna-
stuld vandast málið. Þar getur Helga Kress talað af eigin reynslu.
Hún hafði bent á það í meistaraprófsritgerð sinni um Guðmund
Kamban, sem kom út á prenti 1970, að skáldsagan Ragnar Finnsson
eftir Guðmund Kamban væri um margt lík ritinu My Life in Prison
eftir Donald Lowrie. Birti hún hlið við hlið textabúta úr ritunum
tveimur til að sýna það.25 En í umsögn um rit Helgu í Skírni 1970
benti Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor á, að þessi fróðleikur
væri skráður í aðfangabók Landsbókasafnsins 26 Helga hefði ekki
getið þess og látið eins og þetta væri niðurstaða sjálfstæðrar rann-
sóknar. Helga svaraði að bragði í Skírni og kvaðst ekki hafa séð þetta
í aðfangaskránni, heldur komist að þessu í eigin rannsókn.27 Var
hún sek um rannsóknastuld? Hvorki verður sannað eða afsannað,
að hún hafi sjálf með víðtækum lestri á rannsóknasviði sínu komið
auga á þessi rittengsl. Verðum við ekki að láta hana njóta vafans?
24 Hannes H. Gissurarson, „Er jafnaðarstefnan alþjóðleg?" Morgunblaðið 14. júní
1979; Gylfi Þ. Gíslason, „Svar til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar," Morg-
unblaðið 15. júní 1979.
25 Helga Kress, Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur, Studia Islandica 29
(Reykjavík, 1970), bls. 82.
26 Gunnar R. Hansen, vinur Kambans (en þá ber báða nokkuð á góma í 2. b. ævi-
sögu minnar um Nóbelsskáldið, Kiljan (Reykjavík, 2004)), hafði gefið þessa
bók og nokkrar aðrar á Lbs., og var þetta skráð eftir honum.
27 Sveinn Skorri Höskuldsson, „Helga Kress: Guðmundur Kamban," Skírnir 144
(1970), bls. 217-221; Helga Kress, „Um siðferði og skyldur fræðimanna,"
Skírnir (1971), bls. 162-163.