Saga - 2005, Side 134
132
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Lítum á annað dæmi um hugsanlegan hugmynda- eða rann-
sóknastuld í skilningi Helgu Kress. í meistaraprófsritgerð í sagn-
fræði í Háskóla íslands 1982 hafði Guðmundur Hálfdanarson, nú
prófessor í sagnfræði, leiðrétt mannfjöldatölur á átjándu öld frá
Arnljóti Ólafssyni. Hafði Guðmundur kannað frumheimildir ræki-
lega. í ritgerð um mannfjöldatölur í Sögu 1994 vísaði Guðmundur
Jónsson, nú prófessor í sagnfræði, samviskusamlega til Guðmund-
ar.28 En þegar hann gaf 1997 ásamt öðrum út Hagskinnu, nýtti hann
sér bersýnilega rannsókn Guðmundar og gat hennar þó hvergi.29
Hvorki var vísað til ritgerðar Guðmundar Hálfdanarsonar neðan-
máls né hún sett í heimildaskrá aftast, og voru þar þó taldar upp
ýmsar óprentaðar prófritgerðir. Guðmundur Jónsson vísaði hins
vegar til eigin ritgerðar í Sögu í formála kaflans um mannfjölda. Var
hann sekur um rannsóknastuld í skilningi Helgu Kress? Getur Guð-
mundur ekki svarað því til, að ábending Guðmundar Hálfdanar-
sonar sé orðin hluti af viðteknum viðhorfum og óþarfi að láta upp-
runa hennar alls staðar getið, enda sé það almennt óvinnandi veg-
ur? Sagnfræðingar geti líka rakið sig áfram til Guðmundar Hálf-
danarsonar frá ritgerð sinni. Hér verða spurningarnar óneitanlega
fleiri en svörin. Vorið 2005 var rætt um annað hugsanlegt dæmi um
hugmyndastuld á spjallrás sagnfræðinga. Axel Kristinsson sagn-
fræðingur kvaðst hafa sent Gunnari Karlssyni, prófessor í sagn-
fræði, ritgerð eftir sig í sérprenti frá því í ársbyrjun 2003 um bók-
menntalega sérstöðu íslendinga á Þjóðveldisöld. Hann taldi sig síð-
an kannast við sumt úr þessu verki sínu í bók Gunnars, Goðamenn-
ingu, sem kom út fyrir jól 2004. Hvergi væri þar þó á ritgerð sína
minnst. Gunnar andmælti þessu harðlega.30 Var Gunnar sekur um
rannsóknastuld í skilningi Helgu Kress? Úr því er erfitt að skera
nema með rækilegri rannsókn, sem vandséð er, hver sé reiðubúinn
að taka að sér. Verður ekki við svo búið að láta Gunnar njóta
vafans?
Lítum á enn eitt dæmi um hugsanlegan hugmyndastuld. Arið
1984 birti Þorsteinn Gylfason langa ritgerð í Skírni undir heitinu
„Hvað er réttlæti?" Eftir að hann hafði gagnrýnt ýmsar réttlætis-
28 Guðmundur Jónsson, „Mannfjöldatölur 18. aldar endurskoðaðar," Saga XXX-
II (1994), bls. 153-158.
29 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland, ritstj. Guðmundur Jónsson og Magn-
ús S. Magnússon (Reykjavík, 1997).
30 Gammabrekka@hi.is, tölvuskeyti frá Axel Kristinssyni 6. og 25. apríl og 3. maí
2005; tölvuskeyti frá Gunnari Karlssyni 6. og 22. apríl og 2. og 4. maí 2005.