Saga - 2005, Blaðsíða 135
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
133
kenningar, setti hann fram eigin kenningu, sem var í fæstum orð-
um, að réttlæti væri fólgið í því að segja satt um verðleika annarra
og ranglæti í hinu að segja ósatt um þá. Réttlæti væri „sannmæli"
og ranglæti „svikmæli", eins og Þorsteinn orðaði það. Ég benti á
það í Skírni tveimur árum síðar, 1986, að William nokkur Wollaston
hefði haldið fram svipaðri kenningu á öndverðri átjándu öld og
David Hume leitt sterk rök gegn henni nokkru síðar. Hafði Páll Ar-
dal lýst kenningum þeirra Wollastons og Humes í bókinni Siðferði
og mannlegu eðli, sem kom út 1982 undir ritstjórn Þorsteins Gylfa-
sonar.31 Nú er sjálfsagt að láta Þorstein njóta vafans eins og þeirra
Helgu Kress og Gunnars Karlssonar. Hann hafi ekki gert sér grein
fyrir, hversu skyld sannmæliskenning sín væri kenningu Wolla-
stons, ekki munað eftir henni. Vegir hugmyndanna eru stundum
órannsakanlegir. Enn fremur eru kenningar Þorsteins og Wolla-
stons aðeins líkar um sumt og ólíkar um annað, þótt mótrök Humes
eigi við þær báðar. En árið 1998 gaf Þorsteinn út ritgerðasafnið Rétt-
læti og ranglæti, þar sem hann endurprentaði ritgerð sína án þess að
taka neitt tillit til ábendingar minnar, sem hann hlýtur þó að hafa
vitað af. Eftir það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að
um ásetning sé að ræða, „bein og vísvitandi not" í skilningi Jakobs
Benediktssonar.32
Þau dæmi, sem ég hef nefnt hér um hugsanlega hugmynda- og
rannsóknastuldi, sýna aðallega, hversu erfitt er að sanna eitthvað
eða afsanna í þeim efnum. Og er ekki rangt og ódrengilegt að
brigsla manni um slíkan stuld, ef hann bendir á eitthvað og vitnar
þá ekki alltaf í alla, sem kunna að hafa bent á hið sama áður? Helga
Kress sakar mig í ritgerð siimi um rannsóknastuld frá sér. Ég hafi
tekið ábendingu frá henni án þess að geta hennar, en hún sé, að rit-
tengsl séu milli smásögunnar „Vona" eftir Einar H. Kvaran og smá-
sögunnar „Nýa íslands" eftir Laxness.33 Ég skal játa, að ég hafði
ekki veitt þessari ábendingu Helgu athygli, hvort sem hún trúir því
eða ekki, en sjálfsagt er að geta hennar neðanmáls í næstu útgáfu
bókar minnar. Það er hins vegar athyglisvert, hvernig Helga vitnar
til mín um þetta. í bók minni segi ég um smásögu Laxness: „Sumt
31 Páll S. Árdal, Siðferði og mannlegt eðli (Reykjavík, 1982); Þorsteinn Gylfason,
„Hvað er réttlæti?" Skírnir 158 (1984), bls. 159-222; Hannes H. Gissurarson,
„Um réttlætishugtök Hayeks og Nozicks," Skírnir 160 (1986), bls. 231-281.
32 Þorsteinn Gylfason, Réttlæti og ranglæti (Reykjavík, 1998). Hvergi er minnst á
Wollaston í þeirri bók.
33 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Síðari hluti," bls. 211.