Saga - 2005, Blaðsíða 137
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
135
arssonar ekki sérstaklega í eftirmála eins og Peters Hallbergs, var,
að ég hafði alls ekki sama gagn af honum. Verk hans er því miður
ekki eins áreiðanlegt og Hallbergs, þótt ég hirti ekki um að birta
leiðréttingar á nema fáum villum úr því í bók minni.
Greinilegt er, að Helgu Kress finnst, að ég haldi í bók minni lítt
fram henni og öðrum þeim íslensku fræðimönnum, sem hafa
skrifað um Laxness. En íslenskir fræðimenn hafa því miður ekki
stundað rannsóknir á verkum Laxness af neinu sérstöku kappi.
Eintak Landsbókasafnsins frá rithöfundaþingi í Buenos Aires, þar
sem prentuð er ræða, sem Laxness flutti þar, var til dæmis óupp-
skorið, þegar ég fékk það í hendur.38 Enginn hafði lesið þetta ein-
tak! Tvö rit, þar sem segir frá Laxness, eru hvorugt til á Lands-
bókasafninu, Tusind og eet Liv eftir Konrad Simonsen og Marie
Dinesen fortæller eftir gestgjafa Laxness í Róm.39 Eg hef ekki held-
ur orðið þess var, að Helga og aðrir íslenskir fræðimenn, sem hún
telur mig hafa hnuplað frá rannsóknum, hafi eins og ég kannað
bréfasöfn Kristins E. Andréssonar, Ragnars Jónssonar í Smára,
Sigurðar Nordals, Þórbergs Þórðarsonar og Þóru Vigfúsdóttur í
handritadeild Landsbókasafnsins í því skyni að fræðast meir um
Laxness, svo að ekki sé minnst á bréfasafn Konrads Simonsens í
Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og Uptons Sinclairs í
Bandaríkjunum. Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi. Mér
hefði vissulega verið útlátalaust að nefna Helgu og fleira fólk oft-
ar í neðanmálsgreinum. En ég framdi engan rannsóknastuld frá
þessu fólki, enda er vandséð, hvaða stórkostlegu rannsóknum
þess ég hefði átt að stela.
Skrifaði Laxness ekki eigin bækur?
Eitt hið furðulegasta í ákæru Helgu Kress á hendur mér í Sögu eru
dylgjur hennar um, að ég hafi ekki skrifað bókina Halldór, heldur sé
hún sett saman úr „textum eftir aðra".40 Auðvitað eru allar ævisög-
ur (aðrar en sjálfsævisögur) í einhverjum skilningi settar saman úr
38 International Congress ofthe P.E.N. Clubs, September 5 to 15,1936 (Buenos Aires
1936). Skylt er þó að geta þess, að fleiri eintök eru til á landinu en þetta, t. d.
eitt á Gljúfrasteini.
39 Konrad Simonsen, Tusind og eet Liv (Kobenhavn, 1926); Marie Dinesen fortæll-
er: italienske erindringer (Kobenhavn, 1959).
40 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti," bls. 189, og „Meðal annarra
orða. Síðari hluti," bls. 188.