Saga - 2005, Síða 138
136
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
„textum eftir aðra". Þarf ekki annað en blaða í ævisögum Jónasar
Jónssonar frá Hriflu og Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriks-
son eða ævisögum Steins Steinarrs og Asgeirs Asgeirssonar eftir
Gylfa Gröndal til að sjá það. Aðalheimildir allra ævisagna, — dag-
bækur og bréf, blaðagreinar og ritgerðir, ævisögur, ferðasögur og
önnur rit, — eru „textar eftir aðra". Það er hins vegar athyglisvert,
að Helga vísar dylgjum sínum til stuðnings í skýrslu þá, sem hún
tók saman fyrir erfingja Halldórs Kiljans Laxness um bók mína.41
Þar eru á 258 blaðsíðum samtals settir hlið við hlið textabútar úr
bók minni og líkir textabútar úr ýmsum öðrum bókum ásamt
nokkrum athugasemdum í milli og nokkru lofti, aðallega í textabút-
um úr bók minni. Samkvæmt því lætur nærri, að Helga Kress hafi
eftir rækilega leit fundið um 120 blaðsíður samtals af textabútum í
bók minni, sem rekja megi til textabúta eftir aðra í þeim skilningi,
að orðalag sé svipað. En bók mín er 620 blaðsíður. Jafnvel þótt skil-
greining Helgu sjálfrar væri samþykkt, sem er þó fráleitt, að þessar
120 blaðsíður væru ekki eftir mig, hver skrifaði þá hinar 500 blað-
síðurnar? í siðareglum Háskóla íslands segir: „Kennarar, sérfræð-
ingar og nemendur eru gagnrýnir á sjálfa sig og vanda dóma sína.
Þeir falsa ekki eða afbaka upplýsingar, gögn eða niðurstöður rann-
sókna. Þeir gæta þess að birtar niðurstöður veiti ekki einhliða og
villandi mynd af viðfangsefninu."42
Það er þó ómaksins vert að skoða í þessu ljósi verk þess manns,
sem ævisaga mín er einmitt um. Væri notaður á þau mælikvarði
Helgu Kress í ritgerð hennar í Sögu, þá væri niðurstaðan, að Hall-
dór Kiljan Laxness hefði ekki skrifað mörg þau verk, sem hann er
frægastur fyrir, því að hann nýtti sér mjög víða hugmyndir og
textabúta eftir aðra, eins og Eiríkur Jónsson hefur verið manna dug-
legastur að sýna (en hann er ásamt Peter Hallberg sá, sem mér
fannst mest gagn af að lesa eftir rit um Laxness, eins og ég tek sér-
staklega fram í eftirmála Halldórs). Eitt dæmi er í smásögunni „Úng-
frúin góða og húsið".43 Þar eru sögulokin augljóslega tekin frá rúss-
neska rithöfundinum ívan Túrgenév, en smásaga eftir hann hafði
birst í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags 1903.
41 Helga Kress, Eftir hvern? Skýrsla um meðferð texta og tilvitnana í bók Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, Halldór 1902-1932.
42 Ákvæðið er tölusett 2.1.3. Sjá http://www.hi.is/page/sidareglurhi.
43 Sjá Eirík Jónsson: „Veislan hjá Nomaföður," Lesbók Morgunblaðsins 16. júní
1990.