Saga - 2005, Qupperneq 139
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
137
Túrgenév:
Eitt sinn var samsæti í höll himnaföður-
ins, og var öllum Dygðunum boðið til
veislunnar. Enginn karlmaður var þar.
Margar Dygðir stórar og smár voru þar
samankomnar. Hinar smáu voru lát-
prúðari og elskulegri en stærri Dygðim-
ar, en allar vora þær ánægðar og töluð-
ust við kunnuglega. Aðeins vora þar
tvær Dygðir, sem auðséð var, að ekki
þekktust. Guð, sem allt sér, sá þetta og
sagði við þær: „Ég vil koma ykkur í
kunningsskap hvorri við aðra. Góð-
gjörðasemi! Þessi heitir Þakklátsemi."
(Almanak, bls. 72)
Laxness:
Það er sagt að einusinni hafi Nomafaðir
boðið öllum nomunum til veislu. Þær
voru flestar hver annarri kunnar áður,
nema tvær höfðu aldrei sést fyren á þeir-
ri stund er drottinn leiddi þær saman í
sínum mikla sal. Hvað hétu þær? Önnur
hét Einlægni, hin hét Velsæmi. Þessi
mikla veisla hjá drottni, hún stóð einmitt
í dag, og þessar tvær nornir mættust hér
í fyrsta sinni, þær heilsuðust djúpum
kossi frammi fyrir augliti drottins. Lík
Katrínar litlu Hansdóttur stóð að veði
fyrir frændsemi þeirra. (Smásögur
(Reykjavík, 2000), bls. 153)
Artnað dæmi er ræða Rauðsmýrarmaddömunnar í Sjálfstæðu fólki.
Hluti hennar er tekin upp úr grein eftir Hjaltlínu Margréti Guðjóns-
dóttur, eiginkonu séra Sigtryggs Guðlaugssonar að Núpi í Dýra-
firði. um „Verðleika bændastöðunnar", sem birtist í Hlín 1929. Hér
er eitt dæmi af mörgum:
Hjaltlína:
En sveitabamið kemur út á gróna völlu,
í hreint og tært andrúmsloft, og um leið
og það andar að sér, streymir óþekkt lífs-
afl um líkama og sál. Friðurinn, sem rík-
ir í náttúranni, gerir skapið rólegt og
staðlynt. Skrúðgrænt grasið, glitofið
blómum undir fótunum, vekur fegurð-
artilfinningu, næstum lotningu, þægi-
legt er að hvílast í því, ilmurinn er ang-
andi, kyrrðin unaðsleg. (Hlín 1929, bls.
113)
Laxness:
En sveitamaðurinn, hann kemur út á
gróna völlu í hreint og tært andrúmsloft,
og um leið og hann andar því að sér
streymir óþekt lífsafl um líkama og sál.
Friðurinn sem ríkir í náttúranni gerir
skapið ósjálfrátt rólegt og glaðlynt,
skrúðgrænt grasið glitofið blómum und-
ir fótum hans vekur fegurðartilfinníngu,
næstum lotníngu, þægilegt er að hvílast
í því, ilmurinn er ángandi, kyrðin unaðs-
leg. (Sjálfstætt fólk, 3. k. (Reykjavík, 1998),
bls. 28)
Annar hluti ræðunnar er tekinn upp úr annarri grein úr Hlín 1929
eftir austfirska konu, sem lét ekki nafns síns getið, og hét greinin
„Samúð". Hér er eitt dæmi um það:
Nafnlaus höfundur:
Það er ekki út í bláinn, að þetta virðing-
amafn hefur verið sett á forráðakonu
hvers heimilis, heldur hafa feður vorir
og áar fundið til þess, að hún bar móður-
hug til heimilismanna, sá þeim ekki ein-
ungis fyrir því, sem líkaminn þurfti með,
heldur lét móðurhug sinn ljóma yfir allri
sambúðinni. (Hlín 1929, bls. 118)
Laxness:
Húsmóðirin, — það er ekki útí bláinn að
þetta virðíngamafn hefur verið gefið for-
ráðakonu hvers heimilis, heldur hafa
feður vorir og áar fundið til þess að hún
bar móðurhug til heimilismanna, sá
þeim ekki aðeins fyrir því sem líkaminn
þurfti með, heldur lét móðurhug sinn
ljóma yfir allri sambúðinni. (Sjálfstætt
fólk, 3. k„ bls. 29)