Saga - 2005, Side 140
138
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Enn annar hluti ræðunnar er tekinn upp úr Hlín 1930, úr greinirtni
„Móðir, kona, meyja" eftir Svein Gunnlaugsson, skólastjóra á Flateyri.
Sveinn:
Ég efast ekki um, að öllum konum muni
virðast það ókleift starf að gera heimili
sitt þannig: Að hvar sem litið er „sé ljós-
brot eitt". Gefa hverju smávæginu það
afl, að það geti borið í brjóst þeirra, sem
á heimilunum eru, birtu í engilslíki. Gera
svo rótt og frítt innan veggja, að úr hverj-
um hug hverfi allt hatur og beiskja og
hverjum einum finnist hann sæll og sátt-
ur við allt og alla og finnist hann eignast
mátt til þrekvirkja. Og að þeim, sem á
heimilinu eru, virðist eins og Guð sjálfur
leiði þá um vorlönd eilífra hugsjóna. Að
öllum finnist þeir vera hreinir, frjálsir og
hugdjarfir og finni skyldleika sinn við
Guð og kærleikann.
(Hltn 1930, bls. 102)
Laxness:
Ég efast ekki um að mörgum konum
muni þykja það ókleift starf að gera
heimili sitt þannig að hvar sem litið er sé
ljósbros eitt; gefa hverju smávæginu það
afl að það geti borið í brjósti þeirra sem á
heimilinu eru birtu í eingilslíki; gera svo
rótt og frítt innan veggja að úr hverjum
huga hverfi alt hatur og beiskja og sér-
hverjum finnist hann eiga mátt til þrek-
virkja; að heimilisfólkinu virðist einsog
guð sjálfur leiði það um vorlönd eilífra
hugsjóna; að öllum finnist þeir vera
hreinir og frjálsir og hugdjarfir og finni
skyldleika sinn við guð og kærleikann.
(Sjálfstætt fólk, 3. k., bls. 30)
í Heimsljósi hagnýtti Laxness sér fjölmargt úr handritum Magnúsar
Hjaltasonar Magnússonar, sjálfsævisöguágripi og dagbókum, og
tók víða upp texta hans lítt eða ekki breyttan. Hér er eitt dæmi:
Magnús:
Synir fóstru minnar ... skáru holur í
fljótsbakkana og seildust svo í silunginn.
... Það var eitt sem þeir bræður hræddu
mig með: að þeir köstuðu í mig silung,
hálf-lifandi eða dauðum, og sögðu að
hann biti mig, en ég varð dauðhræddur
og þorði ekki að snerta hann. Svo lugu
þeir að mér að þeir ötluðu að láta silung
í tréfötugarm sem var á baðstofugólfinu.
(Lbs. 2238, 4to.)
Laxness:
Þeir skáru holur í fljótsbakkann inní
dalnum að vori til og seildust þar í
silúng, köstuðu síðan lifandi urriða á
dreinginn þar sem hann vappaði granda-
laus í kríng, og sögðu: hann bítur. Þá
varð hann hræddur. Þá þótti þeim gam-
an. Um kvöldið létu þeir silúngsfjanda í
skjólugarm rétt hjá rúminu hans. (Heims-
Ijós, I., 1. k. (Reykjavík, 1999), bls. 5)
Hér er annað dæmi, úr dagbók Magnúsar:
Magnús:
Það er gengið mikið út á mér brjóstbein-
ið, og segir Oddur læknir að það sé sull-
ur undir brjóstinu og sé allt samgróin
meinsemd: sullurinn, lifurinn, lungun
og gollurshimnan; og sé sullurinn í þeim
hættulegasta stað sem hann geti verið.
(Lbs. 2217,4to.)
Laxness:
Eiginlega finn ég soleiðis til einsog það
væri sullur undir brjóstbeininu, sagði
hann, og best gæti ég trúað að alt væri
samgróin meinsemd, sullurinn, lifurin,
lúngun og gollurshúsið. Að minsta kosti
er sullurinn í voðalegum stað. (Heimsljós,
L, 7. k„ bls. 37)
Hér er þriðja dæmið um, hvernig Laxness hagnýtti sér texta Magn-
úsar, enn úr dagbók Magnúsar: