Saga - 2005, Page 141
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
139
Magnús:
Flutti ég Ingibjörgu Guðmundsdóttur al-
fara af Ingjaldssandi inn á Flateyri, og
var hún þar með alfarin af mínum veg-
um. Til þess að skilja ekki við Ingibjörgu
eins og hundur þá gaf ég henni vasa-úr
mitt. (Lbs. 2217, 4to.)
Laxness:
[Ólafur segir við Jarþrúði:] Mér þykir
leitt að vera svo staddur að geta aungu
vikið að þér um leið og við kveðjumst.
En til þess að skiljast ekki við þig einsog
hundur ætla ég að biðja þig að þiggja
úrið mitt.
(.Heimsljós, III., 19. k„ bls. 411)
í smásögunni „Temúdsjín snýr heim" tekur Laxness margt úr ís-
lensku þýðingunni á Bókinni um veginn eftir Laó Tse. En hann þýð-
ir líka ýmislegt beint upp úr ævisögu Dséngis Kans eftir breska rit-
höfundinn Ralph Fox.44 Hér er eitt dæmi:
Fox:
Mongol scouts are said to have met a
fabulous creature in the mountains, an
animal like a stag with a horse's tail, a
green body and one hom, able to imitate
the human voice, which cried to the
Emperor's guards: „Let your master go
back as quick as possible". (Bls. 223)
Laxness:
Þá bar svo til einn dag að dýr hljóp af
skógi í veg fyrir njósnarmenn stórkans-
ins í fjöllunum, áþekt stórvöxnum hirti,
grænt að lit, með tagl sem hestur og eitt
horn; það nam staðar á hæð einni gegnt
mönnunum, leit á þá dökkum kyrrum
augum, tók til orða og mælti: Segið drotni
yðar að nú sé mál að snúa heim. (Smá-
sögur (Reykjavík, 2000), bls. 302)
Hér er annað dæmi:
Fox:
I consider the people my children, and
take an interest in talented men as
though they were my brothers. We
always agree in our principles, and we
are always united by mutual affection.
At military exercises I am always in the
front, and in time of battle never behind.
(Bls. 227)
Laxness:
Ég tel þjóðimar böm mín og ber þokka
til viturra manna einsog væm þeir bræð-
ur mínir. Oss kemur ævinlega ásamt í
höfuðgreinum og vér erum bundnir
hver öðram í ást og virðingu. f hemaðar-
leiðaungrum fer ég ávalt í fararbroddi
og í orastu mun ég ekki hafa sést að baki
hersveitum mínum. (Smásögur, bls. 306)
Hér er þriðja dæmið um, hvernig Laxness þýðir texta Fox svo að
segja óbreyttan:
Fox:
They ... marched back with it to the hills
and forests where he was bom, by those
rivers whose waters, says Ch'ang Ch'un,
are deliciously clear and cold, and tinkle
with a sound like jade bells. (Bls.
240-241)
Laxness:
En duft stórkansins var lagt til hvíldar í
átthögum hans, hinum hæðóttu kjarr-
skógum í norðri þar sem vatnið í ánum
er kalt og tært og straumhljóð þeirra kátt
einsog litlar bjöllur. (Smásögur, bls. 318)
44 Ralph Fox, Genghis Khan (London, 1937). Sbr. Eirík Jónsson: „Rætur þáttarins
Temúdjín snýr heim," Skírnir 167 (vor 1993), bls. 115-148.