Saga - 2005, Page 143
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
141
Laxness nýtti sér líka ýmis sögurit, til dæmis rit Páls Eggerts Óla-
sonar um seytjándu öld. Hér er dæmi:
Páll Eggert:
Á hinstu stundum ævinnar var svo kom-
ið, að þessi þrekmikli maður [Brynjólfur
Sveinsson) var orðinn einmana. Svölun-
ar leitaði hann nú ekki framar í fom
fraeði grísk eða latnesk né í íslensk fom-
rit. Nú urðu honum helst til fróunar ljóð
þau, er móðir hans hafði haft yfir fyrir
honum í æsku, kvæði síra Ólafs Jónsson-
ar á Söndum. (Saga íslendinga, V. b., bls.
145-146)
Laxness:
En það hef ég fyrir satt, að þegar meist-
ari Brynjólfur var orðinn svo gamall að
hann var hættur að kunna grísku og
hebresku, svo og búinn að gleyma
þrætubók og stjömubók, og vissi ekki
leingur hvernig á að beygja mensa í lat-
ínu, þá fór hann í sífellu með þetta vess
eftir séra Ólaf á Söndum, sem móðir
hans hafði kent honum í vöggu. (Hið
Ijósa man, 18. k., bls. 295)
Laxness nýtti sér ýmis dönsk rit, og má segja, að hann hafi þýtt
beint upp úr sumum þeirra. Hér er dæmi um, hvernig hann nýtti
sér lýsingu á hirðveislu:48
Bobé:
I dette sit Sommerly viste hun sig som
den elskværdige og fomojelige Værtinde
og gav til Ære for sine Gæster Sommer-
fester, hvor hun og hendes Hofdamer
var udklædte som Skovnymfer eller
Bondepiger, der dansede Bondedanse til
Giger og Flojter, Sækkepiper og Skal-
mejer. I stille Sommeraftener sejlede man
paa den lunefulde Fureso, og endte Fest-
en med et Fyrværkeri. (Bls. 138-139)
Laxness:
í lystihöll hennar náðar, sem hún kallar
sitt sumarafdrep, þar fer hún oft með
meyum sfnum í ham skógardísa og álf-
kvenna. Og á kvöldin er dansað uppá
sveitavísu við gígjur og flautur ellegar
sekkjapípur og skalmeiar. Maður siglir í
túnglsljósi á þeim litla kenjótta Fumsjó.
Og kvöldinu lýkur með flugeldum. (Eld-
ur í Kaupinhafn, 1. k., bls. 317)
í Paradísarheimt nýtti Laxness sér Litla ferðasögu Eiríks Ólafssonar á
Brúnum og fleiri rit hans.49 Hér er eitt dæmi:
Eiríkur:
Það liggja hólkar og pípur frá stein-
kolaglóð í gegnum jörðina, upp úr múr-
veggjunum og inn úr þeim. ... Þar sem
kveikt er á, er mjó látúnspípa, og er
kveikt á eldspýtu og borin að endanum,
þá glossar inn í pípuna eins og væri
besta olía í henni og logar svo skært. ...
Þetta þykir sumum, og er, ótrúlegt, en er
þó satt og er merkilegt. (Lítil ferðasaga,
bls. 23-24)
Laxness:
Þar er steinkolaglóð mikil um sig, liggja
úr henni pípur gegnum jörðina útí stað-
inn uppígegnum múrveggina inní húsin
og herhergin. Nú ef maður vill fá ljós eða
eld, þá er skrúfað frá látúnspípu í her-
bergjum staðarins og borin að eldspýta,
fer þá að loga. Þetta þykir sumum, og er,
ótrúlegt, en þó satt og merkilegt. (Para-
dísarheimt, 13. k.)
Læt ég hér staðar numið, þótt af nógu sé að taka.
48 Louis Bobé, Danmark i Fest og Glæde (Kobenhavn, 1935).
49 Eiríkur á Brúnum: ferðasögur, sagnapættir, mormónarit, ritstj. Vilhjálmur Þ. Gísla-
son (Reykjavík, 1946).