Saga - 2005, Side 145
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
143
aður um ritstuld, af því að hann hafði í nokkrum skáldsögum
stuðst við skemmtilegar frásagnir kunningja síns, Þórarins Kára
Þórarinssonar, af óvenjulegri ævi.52 Ég fæ ekki séð, að Einar hafi
tekið neitt ófrjálsri hendi. Sköpun hans fólst í úrvinnslu efnisins. Á
það hefur líka verið bent, að Guðmundur Andri Thorsson sótti tals-
vert í skáldsögu sína, íslandsförina, sem tilnefnd var til íslensku bók-
menntaverðlaunanna 1996, í ævisögu Þorláks O. Johnsons, sem
Lúðvík Kristjánsson skráði.53 Ég sé ekkert ámælisvert við það, þótt
auðvitað sé ekkert að því heldur að benda á slík rittengsl. Ritstuld-
ur og rittengsl eru sitt hvað. Hér hygg ég, að Páll Sigurðsson hafi
lög að mæla:
Að baki listrænum hugverkum liggja oftast ótal fyrirmyndir,
sem eru höfundinum sjálfum meira eða minna meðvitaðar, og
að sjálfsögðu getur hann ekki meinað öðrum að ausa af sama
brunni við listræna sköpun. Fyrirmyndir höfundar njóta því
ekki vemdar, heldur aðeins sú frumlega túlkun þeirra, sem birt-
ist í verki höfundarins. Almennar upplýsingar um staðreyndir,
sem birtast í fræðilegu verki, njóta heldur ekki vemdar 54
Einnig má minna á skilgreiningu Jakobs Benediktssonar á ritstuldi
í Hugtökum og heitum í bókmenntafræði: Það er ekki ritstuldur, þegar
efni gamalla rita er sett í nýtt samhengi, sköpuð úr því ný heildar-
mynd. Minningabækur Laxness (og minningabrot annars staðar)
voru vissulega heimildir og jafnvel kveikjan að nokkrum hluta bók-
arinnar Halldór, en úr þessu varð til nýtt og sjálfstætt verk. Ég hef
annars staðar birt langan lista um margt nýtt og fróðlegt í verki
mínu og hirði ekki um að gera það hér, enda sjá það allir góðgjarnir
lesendur.55
Líkir textar
Helga Kress gefur í skyn, að bókin Halldór sé ekki eftir mig, þar sem
hún sé sett saman úr „textum eftir aðra", þótt hún hafi samkvæmt
skýrslu sinni að vísu ekki fundið nema í mesta lagi um 120 af 620
52 Sbr. „Gögn um Djöflaeyjuna afhent Landsbókasafni", Morgunblaðið 6. apríl
2001. Fróðleg bréfaskipti um málið eru varðveitt á handritadeild Lbs. (án
safnmerkis), þ. á m. eftir Ragnar Aðalsteinsson hrl. um höfundarrétt.
53 Einar Sveinbjörnsson, „Vangaveltur um íslandsför Guðmundar Andra," Dag-
ur-Tíminn 4. jan. 1997.
54 Páll Sigurðsson, Höfundaréttur, bls. 84.
55 Hannes H. Gissurarson, „Greinargerð," Morgunblaðið 9. jan. 2004.