Saga - 2005, Qupperneq 146
144
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
blaðsíðum í bók minni, þar sem texti minn líkist að einhverju leyti
„textum eftir aðra", og eigi því samkvæmt eigin mælikvarða eftir
að finna höfund 500 af 620 blaðsíðum, sé hann einhver annar en
ég.56 í því sambandi má geta þess, að erfingjar Halldórs Kiljans
Laxness hafa með aðstoð Helgu höfðað mál gegn mér fyrir brot á
höfundalögum.57 Þeir nefna til 120 textabúta úr bók minni, sem lík-
ir séu textabútum úr verkum Laxness. En enginn þessara textabúta
minna er samhljóða textabútunum úr verkum Laxness. Ég hygg, að
í öllum þessum 120 textabútum séu aðeins þrjár eða fjórar sjálfstæð-
ar setningar, sem séu samhljóða. Það eru öll ósköpin! Það er vegna
þess, að ég tók ekki texta Laxness traustataki, heldur nýtti mér lýs-
ingar hans á eigin ævi, vann úr texta hans, þegar ég skrifaði eigin
texta. Eðli málsins samkvæmt hlutu textarnir sums staðar að vera
líkir, þar sem annar var að miklu leyti útdráttur og endursögn hins,
en þeir voru auðvitað ekki einn og sami textinn. Helga gerir sér
hins vegar bersýnilega aðra hugmynd um texta en ég. I huga mín-
um er aðalatriðið, hvaða veruleika texti lýsir, til dæmis hvort mað-
ur sé þrekvaxinn, gata torfær eða rigning skollin á, en ekki, eftir
hvern hann er. Slíkar lýsingar nýtti ég mér, þar sem ég gat, og sá þá
víða enga sérstaka ástæðu til að breyta orðfæri stórkostlega, þótt ég
tæki einmitt sérkenni Laxness út úr textanum og breytti honum
með því í eigin texta, eigin lýsingu á þeim veruleika, sem báðir text-
arnir voru um, eins og Helga nefnir raunar nokkur dæmi um. Þeg-
ar eitthvað var í texta Laxness, sem var ekki um veruleikann sjálf-
an, heldur fól í sér skoðun hans eða huglægt mat, setti ég gæsalapp-
ir utan um þær setningar og vísaði til þeirra. Ég hef eflaust ekki gert
þetta nægilega oft eða vel, en þetta er ekki í neinum skilningi rit-
stuldur eða „endurritunarritstuldur" eins og Helga kallar það. Hún
reynir ekki að skilja, hvað fyrir mér vakti. Ég vildi vera hinn ósýni-
legi samferðamaður Laxness, þegar hann var að alast upp og taka
út þroska, lýsa því utan frá, sem hann lýsti jafnt utan frá og innan.
í því skyni nýtti ég mér lýsingar hans á eigin ævi, en líka lýsingar
ýmissa annarra á einstaklingum, stöðum og atvikum, sem bar fyrir
hann.
Þótt ég hafi ekkert að athuga við þá skilgreiningu á ritstuldi,
sem Helga Kress hefur eftir Hannesi Péturssyni, að því skyldu til,
56 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hlutí," bls. 189, og „Meðal annarra
orða. Síðari hluti," bls. 188 og 222.
57 „Kært vegna 120 brota á höfundarétti," Morgnnblaðið 24. nóv. 2004.