Saga - 2005, Side 147
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
145
að brot krefjist ásetnings og að reynt hafi verið að leyna því, er ég
ekki viss um, að ég geti tekið undir hugleiðingar hennar um „end-
urritunarritstuld". Helga gengur svo langt, að verk Laxness verða
samkvæmt mælikvarða hennar ekki eftir hann sjálfan, og ýmsir
aðrir ævisagnahöfundar en ég gerast sakamenn. Hér skal ég aðeins
taka eitt dæmi. Guðjón Friðriksson gaf út fyrsta bindi ævisögu Ein-
ars Benediktssonar 1997 og hlaut fyrir íslensku bókmenntaverð-
launin í flokki fræðirita. Hlýtur rit hans því að teljast marktækt um
það, hvað teljist góðar venjur og viðurkennd vinnubrögð íslenskra
ævisagnahöfunda. Helga Kress virðist að minnsta kosti kunna að
meta Guðjón, því að hún hefur þegið frá honum ýmsar ábendingar
í ritgerðinni um bók mína í Sögu. Fyrst má bera saman einn texta
Guðjóns og 2. bindi ævisögu Árna Þórarinssonar eftir Þórberg
Þórðarson, en þar hefur Einar Benediktsson orðið:58
Þórbergur:
Þar situr pá Signý og er nýbúin að drek-
ka kaffi. Eg horfði á hana. Hún var fyrir
stuttri stundu komin úr ij'ósinu, og það
var slúð úti, og hún var blaut. Þetta er þó
lítilfjörleg persóna, hugsa ég og virði
hana fyrir mér, þar sem hún situr í hnipri
á bekk úti í homi, köld og rök og hnýtt í
herðar. Hvað meinar guð með því að
skapa svona veru? Skyldi hún nokkuð
vita, í hvers minningu þessi nótt er hald-
in heilög? (Bls. 131)
Guðjón:
Þar situr Signý fjósakona í hnipri á bekk
úti í homi og er að drekka kaffi. Hún er
nýkomin úr fjósinu, hnýtt í herðum og
köld. Hann hefur ekki fyrr veitt þessari
lítilfjörlegu konu sérstaka athygli þó að
svo eigi að heita að hún búi undir sama
þaki og hann. f ungæðislegum þótta sín-
um hugsar Einar með sér hvað Guð hafi
meint með því að skapa svona vem.
Skyldi hún vita í minningu hvers þessi
nótt er heilög haldin? (Bls. 113)
Guðjón vitnar í ævisögu Árna, en tekur textann lítt breyttan upp.
Annað dæmi er, að Guðjón nýtir sér texta Kristjáns Albertssonar í 1.
bindi ævisögu Hannesar Hafsteins:59
Kristján:
Þá ræðst Gröndal á hina nýju raunsæis-
stefnu í bókmenntum, skort hennar á
fegurð og hugsjónum, dálæti hennar á
hversdagsleika og jafnvel sora. (Bls. 126)
Guðjón:
Eitt af gömlu skáldunum, Benedikt
Gröndal, svarar þremur vikum síðar
með fyrirlestri á sama stað þar sem hann
ræðst harkalega á hina nýju raunsæis-
stefnu í bókmenntum, skort hennar á
fegurð og hugsjónum og dálæti hennar á
hversdagsleika og sora. (Bls. 111)
Guðjón vísar í þessa heimild, en textarnir eru mjög svipaðir. Þriðja
dæmið er, að Guðjón styðst á einum stað við bókina Hörpu minning-
58 Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson I (Reykjavík, 1997); Þórbergur Þórðar-
son: / sálarháska, Æfisaga Árna prófasts Þórarinssonar II (Reykjavík, 1946).
59 Kristján Albertsson, Hannes Hafstein. Ævisaga 1 (Reykjavík, 1961).