Saga - 2005, Side 148
146
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
anna, sem Ingólfur Kristjánsson færði í letur eftir Árna Thorstein-
syni:60
Ingólfur:
[Ójsjaldan bar það við, að hann hefði
með sér kampavínsflösku, allt annað
þótti honum „slavadrykkur". Sjálfur
virtist mér Einar þó ekki drykkfelldur á
þeim árum, en hann hafði ákaflega gam-
an af því að vera veitandi og gleðja aðra.
... En það var alltaf mannmargt í kring-
um Einar, hvar sem hann kom, enda leið
mönnum vel í návist hans og höfðu
unun af að hlýða á andríki skáldsins.
(Bls. 252)
Guöjón:
Ósjaldan ber það við að Einar hefur með
sér kampavínsflösku í heimsóknum sín-
um til þeirra, allt annað segir hann að sé
„slavadrykkur". Sjálfur drekkur hann
sér ekki til vansa en hefur gaman af því
að vera veitandi og gleðja aðra. Það er
jafnan mannmargt í kringum hann, flest-
um líður vel í návist hans og menn njóta
andríkis hans. (Bls. 186)
Guðjón vísar til þessarar heimildar, en textarnir eru enn mjög svip-
aðir.
Fjórða dæmið er, að Guðjón hefur eftirfarandi lýsingu frá Jóni
Sigurðssyni á Reynistað úr bókii
]ón á Reynistað:
Uppi var stór baðstofa undir súð með
tveimur herbergjum sínu í hvorum enda.
í baðstofunni var hægt að koma fyrir 14
rúmum, 7 hvorum megin, eða fyrir 28
manns, ef tveir sváfu í hverju rúmi, eins
og þá tíðkaðist, og þó var gott rúm á
gólfinu milli rúmanna. (Bls. 53)
i Moðir min frá 1958:
Guðjón:
Baðstofan er geysilega stór og rúmgóð
með tveimur lofthúsum hvoru í sínum
enda. Þama eru 14 rúm, 7 hvorum meg-
in, og geta 28 manns sofið í baðstofunni,
ef tveir sofa saman í rúmi eins og algeng-
ast er, og þó er nóg pláss á gólfinu milli
rúmanna. (Bls. 14)
Sem fyrr vísar Guðjón til þessarar heimildar, en textarnir eru svip-
aðir. Fimmta dæmið er, að Guðjón nýtir sér grein í Heima er best frá
1990 eftir Jón Gauta Jónsson:62
]6n Gauti:
Það var farið að halla degi, en þeir kváð-
ust ætla kring Mývatn og ferðinni heitið
í Slútnes. Þeir hugðust að ná í Reykjahlíð
um kveldið og máttu því ekki stansa
lengi, en báðu mig að fylgja sér kring
vatnið. ... Það var sólskinslaust og norð-
ankaldi: dálítill hríðarhraglandi og föl á
Guðjón:
Bræðumir em á hraðferð, vilja ekki stoppa
lengi enda degi tekið að halla. Uti er
hríðarhraglandi, föl á jörð. Þeir ætla að
ríða kringum Mývatn í kvöld, ferð þeirra
er heitið í Slútnes og biðja þeir Jón Gauta
að fylgja sér. Sýslumannssynimir eru
virðulegir gestir og Jón Gauti setur besta
60 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna. Árni Thorsteinson. Minningar
(Reykjavík, 1955).
61 Jón Sigurðsson á Reynistað, „Sigríður Jónsdóttir," Móðir mín. Nýtt safn, ritstj.
Pétur Ólafsson (Reykjavík, 1958).
62 Jón Gauti Jónsson, „Einar Benediktsson og Skútahraun," Heima er best 40
(1990), bls. 231-236.