Saga - 2005, Blaðsíða 149
RANNSÓKNAFRELSl OG RITSTULDUR
147
jörð, sem ekki tók upp um daginn. Ég
átti þá góðan hest og fjörugan. Þótti mér
vaent um að geta haft skifti við Einar
þann spölinn er greiðfær var af leiðinni
eða upp að Skútustöðum. ... Hann
kunni að meta góða hesta og naut þeirra.
Það var ánægja að sjá Einar sitja á fjör-
hesti. ... Hreyfingar hans voru í fullu
samræmi við hestinn. (Bls. 231)
gæðing sirrn undir skáldið, tekur sjálfur
hest Einars. Einar Benediktsson ann góð-
um reiðskjótum og kann að sitja þá. Það
er unun að sjá hversu vel hann skynjar
hreyfingar hestsins. (Bls. 144)
Enn fer Guðjón nálægt frumtextanum, þótt hann breyti honum
vissulega og vísi í hann. Sjötta dæmið er, að Guðjón nýtir sér grein
í Vísi 20. janúar 1926:
Vísir:
Benedikt Sveinsson var uppi í 6 tíma í
grísku, að því er altalað var, þegar ég
kom í skóla, en réttara mun vera 4 tímar,
■ • • B. Sv. hafði lesið hebresku utan hjá og
var spurður, hvort hann vildi ganga upp
i henni við prófið, og því svaraði hann
játandi, ef hann mætti þá prófa kennar-
ann á eftir. Þá varð ekkert af hebresku-
prófinu. (Vísir 20. jan. 1926)
Guöjón:
Sagt er, að yfirheyrslan í grísku yfir
Benedikt einum hafi staðið í fjórar
klukkustundir, aðrir segja sex. Benedikt
hafði einnig lesið hebresku og hann er
spurður að því á prófinu hvort hann vilji
ganga upp í henni. Svarar hann því ját-
andi ef hann megi prófa kennarann á eft-
ir. Þetta er náttúrlega ósvífni en ekkert
verður af hebreskuprófinu. (Bls. 17)
Enn er farið nálægt frumtexta. í þessum dæmum vísar Guðjón Frið-
riksson ætíð til þeirra texta, sem hann notar. Ég leyfi mér að halda
því fram, að hann hafi ekki gerst sekur um ritstuld. Hann leyndi
hvergi, hvaða lýsingar hann nýtti sér úr ýmsum áttum á því, sem
hann var að skrifa um, og hjá því gat ekki farið, að stundum væru
textarnir keimlíkir.
Nægir allsherjartilvísun?
í siðareglum Háskóla íslands segir: „Kennarar, sérfræðingar og
nemendur setja ekki fram hugverk annarra sem sín eigin. Þegar
þeir nýta sér hugverk annarra geta þeir ávallt heimilda í samræmi
við viðurkennd fræðileg vinnubrögð."63 Ég hef hér á blaðsíðunum
á undan sýnt fram á, að ég setti ekki hugverk annarra fram sem mitt
eigið, þótt ég viðurkenni um leið, að ég hefði átt að geta heimilda
oftar og nákvæmar. En hvað eru „viðurkennd fræðileg vinnu-
brögð" og þá sérstaklega í ritun ævisagna? Mælikvarði sá, sem
Helga Kress leggur á bók mína, Hnlldór, kann að eiga við um fræði-
63 Þetta er ákvæði 2.1.4. Sjá www.hi.is/page/sidareglurhi.