Saga - 2005, Side 150
148
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
legar ritgerðir í ritrýndum tímaritum, þar sem starfsmenn háskóla
safna rannsóknastigum. Engar fastar reglur hafa á hinn bóginn
myndast um heimildanotkun og tilvísanir í ævisögum. Sumar ævi-
sögur eru umfram allt listrænar. Þar skiptir textinn höfuðmáli. Höf-
undurinn leyfir sér stílbrögð og jafnvel spxma, reynir að setja sig í
spor söguhetjunnar, gefur ímyndaraflinu lausan tauminn. Aðrar
ævisögur eru fræðilegri. Þar reynir höfundurinn að fara varlega og
vísar jafnan til heimilda sinna. í sumum ævisögum og raunar flest-
um er farið bil beggja. í ævisögu Skúla Thoroddsens eftir Jón
Guðnason, prófessor í sagnfræði, er til dæmis heimildaskrá aftast
og tilvísanir fremur fáar í texta.64 Mér vitanlega hefur enginn fund-
ið að því. En Kristmann Guðmundsson var óspart gagnrýndur,
þegar fyrra bindi Heimsbókmenntasögu hans kom út 1955, vegna
þess að sums staðar var textinn líkur og í bókmenntasögu norska
bókmenntafræðingsins Francis Bull. Kristmann birti hins vegar
heimildaskrá í seinna bindinu.65 Ég er sjálfur í vafa um, hvað segja
megi um Kristmann, því að auðvitað er rétt, að yfirlitsrit handa al-
menningi eins og hann skrifaði hljóta að miklu leyti að vera sett
saman „úr textum eftir aðra" eins og Helga Kress myndi eflaust
orða það.
Samkvæmt þeim mælikvarða, sem Helga Kress leggur á bók
mína, virðist það ritstuldur, ef höfundur hefur allsherjartilvísun í
helstu stuðningsrit sín í formála eða eftirmála, en notar þau síðan
rækilega án þess að geta þess hverju sinni. Nú hafði ég að vísu ekki
aðeins allsherjartilvísun í eftirmála í Halldór Kiljan Laxness, heldur
vísaði ég jafnan til hans í textanum, þegar ég taldi þess þurfa, eftir
föstum reglum. Þær voru, að allsherjartilvísunin dygði, nema þeg-
ar ég þyrfti að leiðrétta eitthvað eða þegar ég vildi gefa Laxness
sjálfum orðið, af því að hann segði eitthvað, léti í ljós skoðun eða
huglægt mat. Raunar eru 127 tilvísanir í æskuminningabækur Lax-
ness í bók minni. Ég hafði allsherjartilvísun í Peter Hallberg í eftir-
málanum, en vísaði til hans, þegar ég taldi þess þurfa, samtals 84
64 Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen I—II (Reykjavík, 1968 og 1974).
65 Kristmann Guðmundsson, Heimsbókmenntasaga I—II (Reykjavík, 1955-1956).
Sjá m. a. Bjama Benediktsson frá Hofteigi, „Kristmarm Guðmxmdsson.
Heimsbókmenntasagan sem brást," Bókmenntagreinar (Reykjavík, 1971), bls.
235-243, en upphafl. birt í Þjóðviljanum 22. nóv. 1955. Raunar benti Guðmund-
ur G. Hagalín á það I viðtali £ Morgunblaðinu 23. des. 1955 undir fyrirsögninni
„Góð bók er gulls ígildi", að enginn skrifaði slíkt yfirlitsrit fyrir almerming al-
gerlega frá eigin brjósti.