Saga - 2005, Page 151
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
149
sirvnum. Ég vísaði líka til allra annarra eftir þörfum. í þessu sam-
bandi má nefna, að Helga telur það til marks um, að ég hafi ekki
kynnt mér frumheimildir (til dæmis óprentuð handrit Laxness),
heldur aðeins afleiddar heimildir (til dæmis verk Hallbergs), að á
nokkrum stöðum er smávægilegt ósamræmi milli frumheimildar og
frásagnar minnar, og þetta ósamræmi er líka í hinni afleiddu heim-
ild. En auðvitað vann ég jöfnum höndum úr frumheimildum og af-
leiddum heimildum, þótt ég hefði ekki alls staðar talið nauðsynlegt
að vísa líka til afleiddu heimildanna. Það er ekkert undrunarefni, að
eitthvert ósamræmi hafi slæðst inn í 620 blaðsíðna bók, þegar frum-
heimild segir eitt og afleidd heimild annað, þótt ég reyndi vissu-
lega að koma í veg fyrir, að það yrði. En sú ályktun Helgu, að ég hafi
alls ekki notað frumheimildirnar, sem ég vísa til, er eins röng og fá-
ránleg og dylgjur hennar um, að ég hafi ekki skrifað bókina.
Svo einkennilega vill til, að 1985 gekk hæstaréttardómur um
það, hvort allsherjartilvísun í fræðiriti gæti nægt, þar sem þeir Hall-
dór Kiljan Laxness og Peter Hallberg komu báðir við sögu. Sem fyrr
segir samdi Eiríkur Jónsson kennari á sínum tíma Rætur íslands-
klukkunnar um heimildanotkun Laxness í íslandsklukkunni, mikið
verk og fróðlegt. Eiríkur lagði það fram til doktorsvarnar í heim-
spekideild Háskóla íslands. Skipuð var nefnd til að meta, hvort
deildin ætti að taka rit Eiríks til doktorsvarnar, þar sem sátu Peter
Hallberg, Ólafur Halldórsson og Sveinn Skorri Höskuldsson.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að verkið fullnægði ekki kröf-
um um doktorsritgerðir. En í álitsgerð nefndarinnar voru orð, sem
Eiríkur stefndi henni fyrir og krafðist ómerkingar á. Eiríkur hafði
getið rita Hallbergs í formála sínum og vísað öðru hverju til hans í
texta, en þó aðallega, þegar hann var ósammála honum um eitt-
hvað. Nefndin taldi hins vegar upp nokkur skipti, þar sem Eiríkur
benti á sömu atriði og Hallberg hefði áður gert, án þess að vísa til
Hallbergs. Sagði hún, að þar hefði Eiríkur staðið „tæplega fullheið-
arlega að verki". Einnig sagði nefndin, að „nokkuð svipað" virtist
»upp á teningnum" um notkun Eiríks á seðlasafni Orðabókar Há-
skóla íslands. Nefndin virtist með öðrum orðum telja, að Eiríkur
hlyti að hafa fengið ýmis atriði úr ritum Hallbergs og seðlasafni
Orðabókarinnar, en látið eins og hann hefði fundið þau sjálfur. Alls-
herjartilvísun hans nægði ekki. Hæstiréttur felldi hins vegar þann
dóm, að ómerkja bæri hin tilgreindu ummæli nefndarinnar/’1’
66 Hrd. 99/1984, 1. nóv. 1985, bls. 1148 o. áfr.