Saga - 2005, Page 153
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
151
leyti".68 Væri víða í það vitnað og skýringar Ólafs birtar með góð-
fúslegu leyfi. í formálanum sagði Gunnar einnig, að Björg
Thorarensen hefði „endurskoðað mannréttindakaflann frá grunni
og frumsamið skýringar við hinar nýju greinar hans". En skemmst
er frá því að segja, að í þessum kafla eru langar klausur orðréttar
teknar úr riti Ólafs Jóhannessonar. Hér skulu aðeins tekin tvö
dæmi.
Fyrra dæmið er um stjórnarskrárákvæði um friðhelgi heimilis:
Ólafur:
Ákvæði um friðhelgi heimilis var ekki í
frönsku réttindayfirlýsingunni frá 1789.
Hins vegar höfðu ákvæði um það efni
verið tekin í ýmsar stjómarskrár um
miðja síðustu öld, svo sem í hollensku,
belgísku og norsku stjómarskrána. Eftir
slíkum stjórnarskrárákvæðum voru
sniðin fyrírmælin í 86. gr. dönsku grund-
vallarlaganna frá 1849. En 49. gr. stjskr.
1874 var aftur orðrétt þýðing á 86. gr.
grundvallarlaganna. (útg. 1978, bls.
435-436)
Gunnar og Björg:
Ákvæði um friðhelgi heimilis og fjöl-
skyldu var ekki í frönsku réttindayfirlýs-
ingunni frá 1789. Hins vegar höfðu
ákvæði um friðhelgi heimilisins verið
tekin í ýmsar stjórnarskrár á síðustu öld,
svo sem hollensku, belgísku og norsku
stjórnarskrána. Eftir slíkum stjómar-
skrárákvæðum vom sniðin fyrirmælin í
86. gr. dönsku grundvallarlaganna frá
1849. Var 49. gr. stjómarskrárinnar frá
1874, sem sfðar varð 66. gr. hennar, aftur
orðrétt þýðing á 86. gr. grundvallarlag-
anna. (Bls. 535-536)
Seinna dæmið er um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar:
Ólafur:
Upphaf 67. gr. stjskr. felur í sér þá stefnu-
lýsingu stjómarskrárgjafans, að eignar-
réttur skuli friðhelgur vera, án þess þó
að þar sé nánar tiltekið í hverju sú frið-
helgi sé fólgin. í síðari hluta 67. gr. segir
hins vegar, að engan megi skylda til að
láta af hendi eign sína, nema að full-
nægðum þargreindum skilyrðum. Eru
þau fyrirmæli eðlilegar lögfylgjur
stefnuyfirlýsingarinnar í upphafsákvæði
greinarinnar, og er þar einmitt að finna
hina raunverulegu eignarréttarvernd
stjórnarskrárinnar. Réttarleg þýðing 67.
gr. er því fyrst og fremst fólgin í síðari
hluta hennar. Þar með er engan veginn
sagt, að stefnulýsing stjórnarskrár-
gjafans sé þýðingarlaus að lögum. Það er
að vísu rétt, að upphafsákvæði 67. gr.,
Gunnar og Björg:
Upphaf 1. mgr. 72. gr. stjskr. felur í sér þá
s tefnuyfirlýsingu stj órnarskrárgj afans,
að eignarréttur skuli vera friðhelgur, án
þess þó að þar sé nánar tiltekið, í hverju
sú friðhelgi sé fólgin. í síðari hluta 1.
mgr. segir hins vegar, að engan megi
skylda til að láta af hendi eign sína nema
að fullnægðum þargreindum skilyrðum.
Era þau fyrirmæli eðlilegar lögfylgjur
stefnuyfirlýsingarinnar í upphafsákvæði
greinarinnar, og er þar einmitt að finna
hina raunverulegu eignarréttarvernd
stjómarskrárinnar. Þýðing 1. mgr. 72. gr.
stjskr. er því fyrst og fremst fólgin í síð-
ari hluta hennar. Þar með er þó engan
veginn sagt, að stefnuyfirlýsingin í fyrri
hluta ákvæðisins sé þýðingarlaus að lög-
um. Það er að vísu rétt, að upphafs-
68 Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur (Reykjavík, 1999), bls. 13-14; Ólafur
Jóhannesson, Stjórnskipun íslands, ritstj. Gunnar G. Schram (Reykjavík, 1978,
2. útg.).