Saga - 2005, Blaðsíða 155
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
153
og viðskiptavinurinn í markaðsfræðum. Hið sama er að segja um
kenningu hennar um bók mína. Allt verður henni að dæmi um stór-
kostleg brot mín. Laxness „vinnur úr" textum eftir aðra, en ég „tek"
texta eftir aðra. Ég hef hér hins vegar sýnt fram á, að brigsl hennar
um ritstuld eru ástæðulaus. Helga er eins og lastarinn í kvæði
Steingríms Thorsteinssonar, sem fordæmdi skóginn, þegar hann
fann eitt fölnað laufblað.
Hitt er annað mál, eins og ég hef þegar sagt oftar en einu sinni,
að sumt má betur fara í bók minni. Ég hefði átt að vísa oftar og skýr-
ar til Laxness, Helgu, Hallbergs og annarra fræðimanna, þótt ekki
væri til annars en afstýra þeim misskilningi, að ég ætlaði mér að
eigna mér rannsóknir eða hugmyndir annarra, sem hvarflaði ekki
að mér að gera. Það sýnir, að ekki var um neinn ásetning að ræða,
að í öðru bindi ævisögunnar, sem kom út 2004, reyndi ég eftir
megni að vísa til allra, sem hlut gætu átt að máli, og setja gæsalapp-
ir, þar sem þær eiga við. Ég get líka fullvissað lesendur Sögu um
það, að ég hyggst bæta úr þeim göllum, sem Helga bendir á, þegar
fyrsta bindið verður endurprentað, og fjölga þar tilvísunum (þótt
þær séu þar nú 1.627 samtals) og gæsalöppum. Hugsanlega hafa
umræðurnar um bók mína þann kost, að skýrara verður en áður,
hvað séu viðurkennd fræðileg vinnubrögð um ævisagnaritun. í
upphafi vitnaði ég í orð Sigurðar Nordals um heimildanotkun og
tilvísanir. En Sigurður var þar barn síns tíma frekar en æskilegur
leiðsögumaður fram á við. Nú er starfsframi fræðimanna að sumu
leyti kominn undir því, hvort til þeirra sé vitnað og hvernig fram-
lag þeirra til fræðanna er metið, svo að gera verður ríkari kröfur en
áður um tilvísanir. Þetta er mér orðið Ijósara við lestur ritgerðar
Helgu Kress í Sögu. Um hitt er ég sammála Sigurði Nordal, að ég
má þykjast góðu bættur, ef eini stóri gallinn á bók minni er skortur
á neðanmálsgreinum.