Saga - 2005, Síða 159
ÞJÓÐ, MINJAR OG SAFN
157
Inngangur
Eins og flestum er án efa kunnugt, áttu sér stað töluverðar breyting-
ar í útgáfumálum Sögufélags árið 2001 þegar tímaritið Ný saga
hvarf af sjónarsviðinu um leið og útgáfa Sögu var efld.1 Þá var
meðal annars ákveðið að gefa umfjöllun um myndræna miðlun
nokkurt rými í Sögu í föstum lið, svokallaðri „Sjónrýni". Þess hátt-
ar umfjöllun á rætur sínar að rekja til þáttar í Nýrri sögu er nefndist
„Sjón og saga". Það þótti vel við hæfi að safnastarfi og sögusýning-
um yrði gefinn nokkur gaumur í þessum nýja þætti, sérstaklega í
ljósi þess að minjasöfn og alls kyns sýningagerð er vettvangur sem
í sífellt auknum mæli miðlar ólíkum þáttum sögunnar til almenn-
ings. Slík söfn og sýningar eru þar að auki að verða mikilvægari
starfsvettvangur sagnfræðinga og fjölmargra annarra fræðimanna
og sífellt auknar kröfur eru gerðar um fagleg og fræðileg vinnu-
brögð. í síðustu heftum Sögu hafa birst í „Sjónrýni" nokkrar um-
sagnir um íslenskar sögusýningar, svo sem sýningu Árbæjarsafns á
sögu Reykjavíkur, handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar
og fastasýningu Síldarminjasafnsins á Siglufirði — að ógleymdri ít-
arlegri yfirlitsgrein Eggerts Þórs Bernharðssonar um íslensk minja-
söfn og sögusýningar.2
Það er nauðsynlegt að velta upp þeirri spurningu hvernig gagn-
rýni á sögusýningar eigi að vera. Hér á landi er hefð fyrir gagnrýni
fjölmiðla, bæði dagblaða og ljósvakamiðla, á sýningar og viðburði
listasafna. í þeim samanburði má segja að það sé heldur rýr athygl-
in sem byggða- og minjasöfn fá, en í raun gildir slíkt hið sama um
mörg önnur lönd, til að mynda Norðurlöndin, þótt sannarlega eigi
sér þar stað nokkur vakning á þessu sviði.3 Á hinn bóginn má segja
1 Umfjöllun um þessa breytingu má m.a. finna í erindi sem Eggert Þór Bern-
harðsson hélt á vegum Sögufélags vorið 2001; sjá www.hi.is/~eggthor/tima-
rit.htm
2 Guðbrandur Benediktsson, „Frá uppstillingu til hönnunar. Saga Reykjavíkur í
hnotskurn," Saga XLI:2 (2003), bls. 197-209; Már Jónsson, „Handritin heima. Af
sýningu og bók," Saga XLI:2 (2003), bls. 211-222; Hrefna M. Karlsdóttir, „Silfur
hafsins — gull íslands — guðsgjöf. Síldarminjasafnið á Siglufirði," Saga XLII:2
(2004), bls. 157-168; Eggert Þór Bemharðsson, „Miðlun sögu á sýningum.
Safna- og sýningaferð um ísland 2002-2003," Saga XLI:2 (2003), bls. 15-66.
3 í því sambandi bendi ég á ráðstefnu sem haldin var við háskólann í Umeá dag-
ana 16.-18. mars 2005, „Kulturarvets lust och last. En nordisk konferens om
kulturhistorisk musei- och utstállningskritik." Þar var þetta efni sérstaklega til
umræðu meðal sagnfræðinga, safnmanna og fjölmiðlafólks.