Saga - 2005, Page 163
NÝTT OG GAMALT í ÞJÓÐMINJASAFNI
161
landnámið og miðaldasögu þjóðarinnar. Á sýningunni er fastmót-
uðum „sannindum" of oft miðlað til gestanna en ekki nýjum, frjó-
um eða ögrandi hugmyndum. Gestirnir fá þannig ekki tækifæri til
að taka afstöðu til einstakra niðurstaðna. Þjóðminjasafnið fer með
þessu á skjön við eigin markmið um að grunnsýningin sé framlag
safnsins til „samræðu sem íslendingar þurfa að eiga við sjálfa sig."1
Dæmi um þetta er hinn „alræmdi" silfursjóður frá Miðhúsum.
Honum er reyndar stillt upp án nokkurra upplýsinga um aldur. Er
hann frá víkingaöld eða frá því eftir iðnbyltingu? hlýtur upplýstur
sýningargestur að spyrja sig. í rauninni skiptir það ekki nokkru
máli hvort einn gripanna í Miðhúsasjóðnum hafi verið smíðaður
með tækni, sem sennilega var ekki til fyrr en eftir iðnbyltingu, eða
ekki. Gagnrýni mín snýst um það eitt að sögu sjóðsins — þessa
sannarlega umdeildasta fundar sem sýndur er á Þjóðminjasafninu
— er haldið leyndum fyrir gestum sem þannig er ekki treyst til að
taka sjálfstæða afstöðu til málsins.
Annað dæmi um yfirvaldsskoðun, þó af eilítið öðrum toga, er
uppstilling járngerðarverkfæra og nónstokki með skýringum úr
grein Kristjáns Eldjárns frá árinu 1982 þar sem hann setur fram
kenningu sína um járnsmið sitjandi í aflgröf.2 Það er ljóst að yfir-
vald Kristjáns er enn við lýði þó að meira en 20 ár séu liðin frá and-
láti hans. Vissulega hefur engin alvöruumræða átt sér stað um
smiðjukenningu hans,3 sem mér persónulega þykir í meira lagi
vafasöm, en Þjóðminjasafnið tekur hana upp gagnrýnislaust í stað
þess að hvetja til umræðu og skapa þannig fjölbreyttari og frjórri
grundvöll fyrir sýninguna.
Þriðja dæmið um yfirvaldsbeitingu má sjá á margmiðlunarskjá
um húsagerð á íslandi fram til 1500. Þar fjallar Guðmundur Ólafs-
son m.a. um jarðhýsi og nefnir eitt slíkt sem fannst árið 1997 við fom-
leifarannsókn í Hólmi í Laxárdal. Kenning Bjarna F. Einarssonar,
stjómanda þessarar rannsóknar, er að þetta sé blóthús. Guðmundur
kemur með þá athugasemd að „ekkert bendi til þess að það [jarð-
hýsið í Hólmi] hafi haft annað hlutverk en önnur jarðhús á íslandi"
sem að mati hans voru vinnustofur eða dyngjur kvertna. Mér finnst
1 Þjóð verður til. Menning og samfélag 11200 ár. Leiðarvísir utn grunnsýningu Þjóð-
minjasafns íslands (Reykjavík, 2004), bls. 11.
2 Kristján Eldjám, „Að setjast í aflgröf. Punktar um smiðjuna í Stöng," Eldur er í
norðri. Afinælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum (Reykjavík, 1982).
3 Bjarni R Einarsson gagnrýndi kenninguna lítillega í DV, 2. sept. 1982.