Saga - 2005, Page 165
163
MÁR JÓNSSON
Endurreisn Þjóðminjasafns
= Endurmat á sögunni?
Hástemmd umfjöllun í fjölmiðlum í aðdraganda að opnun Þjóð-
minjasafns síðla sumars 2004 vakti með mér ugg um að ekki væri
allt með felldu. Þetta gat ekki staðist. Allt var svo glæsilegt, svo frá-
bært, svo áhugavert og skemmtilegt. Þekking, umræða og sköpun,
samkennd og víðsýni, fræðsla, miðlun og rannsóknir, gagn og gam-
an. Allt kom þetta saman á einum stað sem umlukti „fjöregg" þjóð-
arinnar, menningararfinn, sem framvegis yrði aðgengilegur öllum
aldurshópum og þjóðfélagshópum í notalegu og virðulegu and-
rúmslofti í þágu betra samfélags og samkenndar allra þjóðfélags-
hópa. Nokkuð dró úr áhyggjunum við ummæli Margrétar Hallgríms-
dóttur þjóðminjavarðar í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins skömmu
fyrir opnunina, er hún sagði að meginsýningunni væri ætlað að
vekja gesti til umhugsunar og skapa umræðu.1 Mér þótti þá sem vel
kæmi til greina að gagnrýnin umræða gæti haldist í hendur við svo
upphafna opinbera nálgun. Að flestu leyti gengur aðgerðin upp:
safnið er betra en það var og þjóðin má vel við una. Endurgerð
byggingarinnar er vel heppnuð, að fráteknum svimandi tröppum
inn af anddyri. Bóka- og minjagripabúðin er áhugaverð og kaffihús-
ið flott. Umgjörð sýningarinnar er fáguð, snjöll og smekkleg: kassar,
skápar, spjöld, að ógleymdum jarðvegsvegg og sneiðmynd sem eru
nýjar leiðir til að koma flóknum þekkingaratriðum til skila. Uppröð-
un muna og munahópa er áferðarfögur og haganlega unnin.
Meginhugmyndin með sýningunni er að gestir skilji og skynji
framrás þjóðarsögunnar allt frá landnámi til samtímans undir fyrir-
sögninni Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár. Ekki er stuðst
við hefðbundin hugtök á borð við „landnámstíma" og „þjóðveldi",
heldur beitt ártölum og aldabilum, en tímaröð engu að síður lögð
til grundvallar að hætti hefðbundinnar bóklegrar sagnaritunar. Það
kann að orka tvímælis vegna þess að þá ræður ekki safnkosturinn
1 „Nýr grundvöllur að Þjóðminjasafni íslands." Lesbók Morgunblaðsins 28. ágúst
2004, bls. 4.
L
Saga XLIII:1 (2005), bls. 163-167.