Saga - 2005, Blaðsíða 166
164
MÁR JÓNSSON
ferðinni heldur yfirskipuð og rennileg rás atburða og tímabilaskipt-
ingar sem fremur ræðst af stjórnmálasögu en verkmenningu. Öfug
nálgun hefði verið meira spennandi, líkt og Guðni Elísson ýjar að í
umsögn um sýninguna er hann spyr: „Af hverju var ekki fremur
valin sú leið að draga eyðurnar fram og fjalla um þær á upplýsandi
hátt?"2 Aðstandendur sýningarinnar svara þessu reyndar að hluta,
án þess þó að orða vandann, og skilgreina til mótvægis við svo-
nefnda leiðarþræði þvert á tímaröðina: atvinna og lífskjör, húsa-
kostur og búseta, listir og handverk, félagsmenning og tunga. Hafi
gestir óbeit á yfirlitssögu fylgja þeir slíkum þræði eða hreinlega út-
búa eigin slóð þvert á hinar. Nútímalegar margmiðlunaraðferðir
leggja þeim lið við það, einkum tölvuskjáir sem geyma ítarefni og
dýpri sýn. Gestur sem leggur sig allan fram í tvær klukkustundir
eða lengur hverfur af safninu margs vísari og hugsi.
Sé hugað að einstökum efnisþáttum eða atriðum á sýningunni
verður fyrst fyrir að umfjöllun er misítarleg og misgóð. Að hluta til
ræðst það, að ætla má, af tiltækum minjum. Dæmi um sérlega
áhugaverða umfjöllun er svæði um Guðbrand biskup Þorláksson,
enda til nokkur málverk af honum og ýmislegt sem tengist fram-
kvæmdum hans. Fram úr hófi yfirborðsleg er aftur á móti umfjöll-
un um galdra og hjátrú. Símtal við sakaðan en saklausan galdra-
mann og dóttur hans bætir ekki úr skák: gestir eru engu nær um
galdrafár 17. aldar eða forsendur þess. ítarlegri og spennandi um-
fjöllun um manntalið 1703 á spjöldum og í tölvu fylgja því miður
engir gripir, enda gögn jarðabókarnefndar geymd í Þjóðskjalasafni
og á Stofnun Arna Magnússonar. A heildina litið er umfjöllun hóf-
stillt og raunhæf. Gripir njóta sín langflestir vel og hvergi gætir of-
hleðslu, eins og óneitanlega var á fyrri meginsýningu safns. Af
hverju var samt ekki haldið til haga eins og einum skáp með kumli
svo sem til að vernda innra samhengi safnsins og halda samfellu í
sögu þess?
Afar ánægjulegt er að á sýningunni er því ekki haldið að fólki að
tímabilið frá lokum þjóðveldis til sjálfstæðisbaráttu hafi verið
óskaplegt hnignunar- og niðurlægingarskeið, sem er algengt stef í
umfjöllun um sögu landsins. Þjóðrembu gætir heldur ekki víða,
þótt hér og þar glitti í hana. Á einum stað segir til dæmis að íslensk-
ir embættismenn á 18. öld hafi verið óvenjuvel menntaðir. Miðað
2 Guðni Elísson, „Frægðin hefur ekkert breytt mér. Þjóðin, sagan, Þjóðminjasafn-
ið," Ritið 4:2 (2004), bls. 160.