Saga - 2005, Page 168
166
MÁR JÓNSSON
verið drekkt árið 1703 fyrir „ólöglega barneign" og þess ekki getið
að sök hertnar fólst í því að hún fargaði nýfæddu barninu.3 Óþarfi er
að gera fortíðina verri en hún var og þetta þyrfti að laga.
í leiðarvísi að meginsýningu er boðið til endurmats á íslands-
sögunni.4 Ekki fer mikið fyrir slíku og hér er á ferðinni sannreynd
þekking og viðtekinn skilningur sem raðað er utan um varðveitta
muni að vali höfunda miðað við magn og fegurð eða til að mynd-
skreyta þjóðarsöguþráðinn. Kannski er ekki við annarri nálgun að
búast þegar tekið er tillit til mikillar fyrirferðar og flókinnar fjár-
mögnunar hins nýja safns, að því ógleymdu að ætlunin er að gleðja
hvert mannsbarn í landinu, eða eins og ráðgjafi safnsins, Niel Faza-
kerley, orðaði það í viðtali: „Ef vel tekst til er safn samkomustaður
þjóðarinnar, þar sem fólki finnst gaman að koma aftur og aftur."5
Opinber menningarvitund vill síður að fortíðin breytist og ólíklegt
er að ríkisrekið Þjóðminjasafn gangi í berhögg við það. Mun lík-
legra er að safn líti á sig sem samnefnara lands og þjóðar en upp-
hafspunkt endurmats eða gagnrýni á þann veg sem safnfræðingur-
inn Eilean Hooper-Greenhill orðar svo ágætlega þegar hún segir að
söfn séu staðir þar sem deilt er á fyrri hugmyndir og reynt að breyta
til: „This is why museums are sites of contention, but also why they
are potential sites for change."6
Hérlendis fer endurmat fram á öðrum vettvangi, fari það fram á
annað borð. Miðað við yfirlýsingar úr safninu hefði samt mátt bú-
ast við og ætlast til að skipuleggjendur gerðu meira af því að kynna
til sögunnar ágreining og umræður fræðimanna um valin málefni í
stað þess að sýna slípaðar niðurstöður og hugmyndir sem einhlíta
og óumdeilda afurð rannsókna og hugsunar. Sýningargestum er
ekki gefið tækifæri til að reyna virkilega á sig. Ekki eru gerðar til
þeirra kröfur um gagnrýna hugsun eða skapandi öflun þekkingar.
Fyrir þetta hafa líka söfn á Bretlandseyjum verið skömmuð á síð-
ustu árum og félagsfræðingurinn Frank Furedi hefur tekið svo
djúpt í árinni að segja að átakaleysið sýni fyrirlitningu menningar-
3 Dulsmál á fslandi 1600-1900: fjórtán dómar og skrá. Heimildasafn Sagnfræði-
stofnunar 2. Utgefandi Már Jónsson (Reykjavík, 2000), bls. 248.
4 Guðrún Guðmunsdóttir, „Kennileiti íslendinga," Þjóð verður til. Menning og
samfélag í 1200 ár. Leiðarvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafns (Reykjavík, 2004),
bls. 8.
5 „Sagan að baki þjóðminjunum," Morgunblaðið 24. sept. 2002, bls. 8.
6 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the lnterpretation of Visual Culture
(London og New York, 2000), bls. 21.