Saga - 2005, Síða 170
KATLA KJARTANSDÓTTIR
Þjóðminjasöfn og mótun
þjóðernismyndar
Samfara enduropnun Þjóðminjasafns íslands var töluvert rætt um
hlutverk þess í íslensku samfélagi nú í upphafi 21. aldar og ber efni
þessarar greinar nokkurn keim af þeirri umræðu. Hér verður m.a.
fjallað um það hvernig þjóðminjasöfn hafa með margvíslegum
hætti komið að sköpun þjóðernislegrar sjálfsmyndar í gegnum tíð-
ina en slík mótun er án efa eitt elsta og veigamesta hlutverk þeirra.
Nú um stundir, þegar velmegun þjóða er m.a. metin eftir menning-
arlegum fjölbreytileika þeirra, hlýtur þó að vakna sú spuming
hvernig þjóðminjasöfn samtímans geti sem best sinnt þessu mikil-
væga samfélagslega hlutverki sínu. Að mínu mati verður það ekki
hvað síst gert með því að varpa ljósi á hversu margbreytilegt og
fljótandi hugtakið þjóðernismynd getur í raun verið.1 í þessu sam-
bandi verður litið á hina nýju grunnsýningu Þjóðminjasafns íslands
og rýnt í það hvernig ákveðnar hugmyndir um sjálfsmynd þjóðar-
innar birtast og eru jafnframt mótaðar þar í eins konar samræðu
milli framleiðenda, viðtakenda og hins sjónræna texta.
Þessi tiltekna nálgun ber keim af kenningum fræðimanna á
sviði þjóðernisrannsókna, safnafræða og sjónrænna menningar-
fræða sem hafa í auknum mæli talið nauðsynlegt að líta í heild á
þessa þrjá þætti þegar fjallað er um hvers kyns merkingar- og sjálfs-
myndarmótun. Það er að segja í stað þess að greina þá í sundur og
skoða án tillits til hvers annars er litið á það merkingarmótunarferli
sem á sér stað, t.d. við sjónræna upplifun, sem breytilega, frjóa og
gagnvirka samræðu milli þessara þriggja þátta.2 Nálgun af þessu
1 Hér er hugtakið þjóðemistnynd notað í sömu merkingu og þjóðemisleg sjálfsmynd.
2 Eileen Hooper-Greenhill, Museums and the Interpretation of Visual Culture
(London og New York, 2000); Barbara Grabmann, „Identity in the Making",
Boundaries and Identities: Nation, Politics and Cuiture in Scotland, ritstj. C.D.
Domenico, A. Law, J. Skinner, M. Smith (Dundee, 2001), bls. 219; Crouch og
Liibbren, Visual Theory and Tourism (Oxford og New York, 2003), bls. 11; Gilli-
an Rose, Visual Methodologies: An Introduction to the Interpretation of Visual Ma-
terials (London, 2001), bls. 167.