Saga - 2005, Side 171
ÞJÓÐMINJASÖFN OG MÓTUN ÞJÓÐERNISMYNDAR 169
tagi tel ég að eigi einkar vel við þegar skoða á mótun og merkingu
þjóðernismyndar og þá ekki hvað síst þegar verið er að varpa ljósi
á slíkt ferli eins og það birtist innan afmarkaðs samfélagslegs rým-
is á borð við Þjóðminjasafn Islands.3
Ófáir fræðimenn á sviði menningarfræða, safnafræða og þjóð-
ernisrannsókna hafa um langt skeið beint sjónum sínum að því nána
sambandi sem löngum hefur ríkt á milli þjóðminjasafna og þjóðem-
islegra sjálfsmynda. Bent hefur verið á að allt frá því að fyrstu þjóð-
minjasöfnin voru stofnuð, og í raun langt fram á síðustu öld, var
iðulega litið svo á að þessi tengsl væru nær órjúfanleg og að hlut-
verk slíkra safna væri ekki hvað síst fólgið í því að móta mjög af-
markaða og skýra sjálfsmynd þjóðinni til handa. Þá hefur einnig
víða verið fjallað um það hvemig þessari ákveðnu og ósjaldan ein-
földu þjóðernismynd sem víða birtist í sýningarsölum þjóðminja-
safna var einkum ætlað að draga fram þá þætti, (karl)menn og tíma-
bil í sögu þjóðarinnar sem hún mætti vera hvað stoltust af. En einn
megintilgangur slíkra sýninga á mestu gersemum þjóðarinnar og
hinum margvíslegu hápunktum þjóðarsögunnar var einfaldlega sá
að styrkja þjóðina með því að skapa og/eða viðhalda hennar sam-
eiginlegu þjóðemisvitund. í gegnum birtingarmyndir af þessu tagi
var þjóðinni gert kleift að líta á sig sem heild og hver einstaklingur
gat upplifað sjálfan sig sem hluta af þeirri heild og þar með eignast
vissa hlutdeild í hinum ýmsu dyggðum og sigrum þjóðar sinnar.
Aðrir misgöfugir þættir úr sögu þjóðarinnar sem hugsanlega gætu
valdið einhvers konar sundrungu eða verið uppspretta vanmeta-
kenndar voru aftur á móti yfirleitt látnir liggja milli hluta.4
Slík birtingarmynd þjóðar, sem skýrt afmarkaðrar og oft og tíð-
um upphafinnar einingar, var auðvitað ekki hvað síst mikilvæg
3 Hugtakið samfélagslegt rými á hér við það sem á ensku hefur verið kallað so-
cial spaccs og er þá átt við einstök rými samfélagsins þar sem hægt er að greina
ákveðna orðræðu, ólík valdsvið og tiltekin hlutverk einstaklinga og/eða hópa
innan þess.
4 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism (London, 1983); Tony Bennett, The Birth of the Museum: History, The-
ory, Politics (London og New York, 1995); Eileen Hooper-Greenhill, „The Muse-
um in the Disciplinary Society," Museum Studies in Material Culture, ritstj. S.M.
Pearce (Leicester og London, 1989); Eileen Hooper-Greenhill, Museums and the
Shaping ofKnowledge (London, 1992); Eileen Hooper-Greenhill, The Educational
Role of the Museum (London, 1994); Kaplan, Museums and the Making of 'our-
selves': The Role ofObjects in National Identity (Leicester, 1994).