Saga - 2005, Page 172
170
KATLA KJARTANSDÓTTIR
þegar hugmyndin um þjóðríkið tekur að breiðast út um Evrópu um
og eftir miðja 19. öld. Það er að segja um það leyti sem hugmyndin
um sjálfstæða og sameinaða þjóð kviknar og þjóðemislegar sjálfs-
myndir taka að mótast. Á því skeiði taka þjóðminjasöfn einnig að
spretta upp víðast hvar í Evrópu og var þá nær sjálfgefið að mótun
slíkra hugmynda og sjálfsmynda færi fram innan veggja þeirra. At-
hyglisvert er að á þessu bemskuskeiði þjóðríkja og þjóðminjasafna
þeirra var þó yfirleitt ekki gert ráð fyrir framlagi hins almenna
borgara við mótun hinnar sameiginlegu þjóðemismyndar. Hin
„gagnvirka samræða" við sýningargesti, sem svo mjög hefur aukist
á velflestum þjóðminjasöfnum samtímans, þekktist auðvitað ekki
þá, enda var slíkum söfnun fremur ætlað hlutverk eins konar upp-
alanda í þjóðernislegum efnum. Þar átti með öðrum orðum að sýna
„almúganum" eigin þjóð, uppdubbaða, svo hægt væri með nokk-
urs konar sýnikennslu að varpa ljósi á, og þá um leið búa til, sið-
menntaða, stolta og ekki hvað síst sameinaða þjóð.
Á síðustu árum hefur þó í auknum mæli verið endurskoðað hið
uppeldislega og einhliða hlutverk þjóðminjasafna í þjóðernislegum
efnum og ríkari áhersla verið lögð á framlag einstaklinga og hópa
þegar kemur að mótun þjóðemismyndar. Að sama skapi hefur einnig
verið varpað frekara ljósi á það hversu flókið og margbreytilegt
ferli mótun þjóðernismyndar í raun er og hafa því skýringar á borð
við þá að slík mótun komi iðulega „að ofan" og geti svo t.a.m. far-
ið á tiltölulega einfaldan hátt fram innan veggja þjóðminjasafna
verið á töluverðu undanhaldi.5 Á sviði þjóðernisrannsókna hefur
því þó lengi verið haldið fram að mótun þjóðemismyndar komi á
einhvern hátt að ofan. Það er að segja að ákveðnar stofnanir, elítan,
ríkið eða önnur ráðandi öfl í samfélaginu hafi fyrst og fremst séð
um mótun slíkra hugmynda sem þau hafi síðan náð að mata „al-
þýðu manna" fremur snurðulaust á, til þess m.a. að þjóna margvís-
legum pólitískum og félagslegum markmiðum sínum.6
5 Eileen Hooper-Greenhill, Museurns and the Interpretation of Visual Culture;
Susan Crane, Museums and Memory (Stanford, 2000); Macdonald og Fyfe, The-
orizing Museums: Kepresenting Identity and Diversity in Changing World (Oxford,
1996), bls. 4.
6 Benedict Anderson, Imagined Communities; Tony Bennett, The Birth ofthe Muse-
um; Eileen Hooper-Greenhill, „The Museum in the Disciplinary Society";
Eileen Hooper-Greenhill, Museums and the Shaping of Knourledge; Eileen
Hooper-Greenhill, The Educational Role ofthe Museum; Kaplan, Museums and the
Making of 'ourselves'.