Saga - 2005, Síða 183
ANNA KARLSDÓTTIR
Ferðamálafræðilegar vangaveltur
um Þjóðminjasafnið
To be without history is to be outside the prescribed view of the world, to be
deleted frotn the human picture, to be ignored and forgotten. A recognized
place in history means finding self-esteem and value. — Gaynor Kavanagh1
Ekki er langt síðan ferðamennska og menningarstarfsemi voru talin
aðskilin málefni. Menningarstofnanir litu gjarna svo á að gestir
væru ekkert endilega eftirsóknarverðir vegna þess að nærvera þeirra
gæti valdið árekstrum við vemdarstefnu stofnananna.2 Því hefur og
verið haldið fram að spenna hafi ríkt á milli menningarstofnana
annars vegar og ferðaþjónustunnar hins vegar, að þessir aðilar hafi
nálgast menningartengda ferðamennsku á ólíkan hátt.3 Mikil breyt-
ing hefur þó orðið á þessum viðhorfum og keppast menningarstofn-
anir nú við að laða til sín sem flesta gesti og eru þar með komnar í
virka samkeppni við annars konar afþreyingarstarfsemi. Sífellt fleiri
viðburðir, sögustaðir og söfn hafa verið markaðssett með vísan til
arfleifðar á síðasta áratug 20. aldar, bæði hérlendis og erlendis.
Af sjónarhóli ferðamálafræði og menningarlandafræði
Hugtakið arfleifð (heritage) varð tískuorð 10. áratugarins í ferða-
þjónustu og jafnframt varð arfleifðarferðamennska sá geiri ferða-
mennsku sem óx mest á því tímabili.4 Það sést vel á því að Alþjóða-
ferðamálastofnunin (World Tourism Organisation) telur að arfleifð og
1 Gaynor Kavanagh, History Curatorship (Washington D.C., 1990).
2 Greg Richards, „Culture and Tourism in Europe," Cultural Tourism in Europe,
ritstj. Greg Richards (London, 1996), bls. 3-17.
3 Culture and Tourism. — Are We Talking the Same Language? Report of the cultural
tourism seminar held on 8-9 March 2001, Scotland House, 8th floor, Rond-Point
Schuman 6, Brussels, sjá http: / /www.scotland.gov.uk/euoffire
4 Cathrine Palmer, „Tourism and The Symbols of Identity," Tourism Management
20 (1999), bls. 313-322. — G.J. Ashworth, „Heritage Tourism and Europe: A
European Future for a European Past?" Heritage, Tourism and Society, ritstj. D.T.
Herbert (London, 1995), bls. 68-84.
Saga XLIII: 1 (2005), bls. 181-190.