Saga - 2005, Page 184
182
ANNA KARLSDÓTTIR
menning hafi tengst um 40% allra millilandaferða í heiminum við
þúsaldaskiptin. Arfleifð er þó ungt hugtak sem fyrst var notað fyrir
u.þ.b. aldarfjórðungi. Hugtakið spannar „valued legacy of previous
generations" eða gildishlaðna fortíð sem tilheyrir hefðum genginna
kynslóða, en táknar einnig eins konar heild efnislegra og tákn-
rænna þátta.5 Því er haldið fram að ferðamenn sem leiti í menning-
arupplifanir séu fremur á höttunum eftir afþreyingu en að áfanga-
staðurinn skipti þá meginmáli. Ljóst er þó að á þessu eru tvær hlið-
ar, þ.e. menningin og staðurinn.
Fræðimenn, sem hafa rannsakað endurgerð safna í anda arf-
leifðarferðamennsku, hafa sýnt fram á að munur er á óskum og
væntingum íbúa viðkomandi lands annars vegar og erlendra ferða-
manna hins vegar um slíka uppbyggingu. Skilningur íbúa er í þá
veru að mikilvægt sé að „stilla upp" minningum og sögu sem fólk
getur tengt sig og forfeður sína við, á meðan erlendir ferðamenn
leggja meiri áherslu á upplifun gegnum framsetningu og sýningu
gripa. Sýningin sem slík er því sú framhlið sem er aðgengileg og
myndræn gagnvart erlendum ferðamönnum en heimamenn hafa
hins vegar næmari tilfinningaleg tengsl við fortíð staðarins og þá
menningu sem verið er að veita innsýn í.6 Þar með einblína erlend-
ir gestir fremur á framsetningu sýninga á meðan íbúar hafa skoðan-
ir á innihaldi þeirra. Milli raunverulegrar sögu og söguframsetn-
ingar, fróðleiks- og skemmtigildis efnis þarf því að vera einhvers
konar jafnvægi. Eins og margir vita getur endurgerð menningar
fortíðarinnar verið vandasamt verk; hún er undirorpin gildishlöðn-
um táknum og því er mikilvægt að vandað sé til verks í uppbygg-
ingu allra frásagna. Söfn sem miðla arfleifð sýna því alltaf ákveðna
birtingarmynd arfleifðarinnar — þau segja ákveðna sögu.7
5 Stephen W. Boyd og Dallen J. Timothy, Heritage Tourism (London, 2003), bls.
237. J. Gold og M. Gold, „Imagining Scotland: Tradition, Representation and
Promotion in Scottish Tourism since 1750" (Aldershot, 1995), bls. 288. David
McCrone, Angela Morris and Richard Kiely, Scotland — The Brand. The Making
ofScottish Heritage (Trowbridge, 1995), bls. 230.
6 Peggy Teo og Brenda S.A. Yeoh, „Remaking Local Heritage for Tourism,"
Annals of Tourism Research 24:1 (1997), bls. 192-213. — Mike Robinson, Nigel
Evans, Philip Long, Richard Sharpley og John Swarbrooke (ritstj.), Tourism and
Heritage Relationships: Global, National and Local Perspectives (Sunderland, 2000),
bls. 465; tekið úr ritdómi um bókina eftir Michael G. Scantlebury sem birtist í
Annals ofTourism Research 30:1 (2003), bls. 268-269.
7 Dessislav Sabev, „Modem Native Images as Traditional Narrative: Land,
Identity and Cultural Geometry in the „We, The First Nations" Exhibit, Quebec's