Saga - 2005, Page 185
FERÐAMÁLAFRÆÐILEGAR VANGAVELTUR
183
Hugtakið authenticity er miðlægt í umfjöllun um upplifun ferða-
manns á stöðum þar sem menningin er höfð til sýnis. Hugtakið
tengist áreiðanleika og upprunaleika en besta íslenska þýðingin er
hugsanlega sanngildi. Þær ástæður sem helst hafa verið nefndar
fyrir því að ferðamenn vilji í meira mæli kynnast menningu þeirra
svæða sem þeir heimsækja, er almennur reynsluþorsti; skjávætt og
tæknisveipað líf velflestra Vesturlandabúa (stærsta ferðamanna-
hópsins enn sem komið er) skilji eftir tómarúm sem auki þeim lyst
á upplifunum sem séu sprottnar úr „ósviknum" aðstæðum. Þannig
sýni fleiri ferðamenn áhuga á menningararfi svæða sem þeir heim-
sækja fyrir þær sakir að hann endurspegli raunverulegan anda til-
tekins staðar fremur en yfirborðslega, manngerða afþreyingu sem
kennd hefur verið við þemagarða. Það hefur reyndar vafist fyrir
fræðimönnum að meta sanngildi á sama tíma og menn eru sam-
mála um að mikilvægt sé að gera greinarmun á því sem er nú og þá,
hér og þar.* * * 8 Innan menningartengdrar ferðamennsku (og alls stað-
ar annars staðar) er „framleiðsla sanngildis" háð ákveðnum gerð-
um endurgerða og í því sambandi er það þá fortíðin sem varðveit-
ir „originalinn". Grunnsýning Þjóðminjasafns, sem fjallar um mót-
un heillar þjóðar, er því mikilvægur vettvangur þar sem arfleifðin
birtist í endursköpun þeirrar fortíðar sem valin hefur verið til sýn-
ingar. Það er þó alltaf umhugsunarefni að arfleifðin samanstendur
aðeins af þáttum sem samfélagið hefur kosið að varðveita og minn-
ast og vera stolt af; þar með hafa hlutar hennar verið útilokaðir í
tímans rás. Hin skráða fortíð útilokar þannig þætti sem samfélagið
hefur kosið að gleyma eða fela.9
Samkvæmt kanadíska félagssagnfræðingnum Gaynor Kavanagh
ráða gæði, sanngildi og sérkennileiki (distinctiveness) mestu um vel-
gengni í menningartengdri ferðamennsku og því er afar mikilvægt
að söfn, sem hafa arfleifð til sýnis, falli ekki í gryfju klisjukenndra
hugmynda um vinsælar minningar og arfleifðir. Kavanagh, sem
mikið hefur látið sig varða miðlun sögunnar, skilgreinir söguklisjur
sem minningar og arfleifðir sem allir vilja heyra eða sjá en eru ekki
Museum of Civilisation," Tourism in the North — Environmental & Cultural Per-
spectives, ritstj. Anna Karlsdóttir [PhD Course Compendium for Circumpolar
PhD Network in Arctic Environmental Studies, Iceland 2003].
8 John P. Taylor, „Authenticity and Sincerity in Tourism," Annals ofTourism Re-
search 28:1 (2000), bls. 7-26.
9 Stephen W. Boyd og Dallen J. Timothy, Heritage Tourism, bls. 237.