Saga - 2005, Page 186
184
ANNA KARLSDÓTTIR
endilega „sannar".10 Þá sést að arfleifð er í eðli sínu pólitískt fyrir-
bæri þar eð sagan hefur löngum verið skrifuð og túlkuð af hinum
drottnandi hverju sinni. Þetta er stundum kallað selective heritage og
vísar aftur til þess að öll arfleifð feli í sér val úr víðfeðmri fortíð.
Að finna þyt sögunnar og skynja sjálfsmynd. þjóðar
Margt bendir til þess að ein af ástæðunum fyrir því að söfn og saga
á Vesturlöndum og heimsóknir á söfn og sögusvæði hafa orðið að
blómstrandi atvinnugrein á síðasta áratug, sé sálfræðileg þörf fólks
til að finna fyrir þyt sögunnar og skynja og skilja sjálfsmynd eigin
þjóðar, þjóðarbrots eða annarra menningarheima. Bent hefur verið
á að miðað við þá markaðsfræðilegu þekkingu sem stærri söfn
heimsins hafa viðað skipulega að sér í því augnamiði að endur-
skoða safnastarfið, þá sé enn lítil vitneskja um hvað það sé sem veki
upp löngun fólks og dragi það á söfn. Nokkrar tilgátur hafa þó ver-
ið settar fram, t.d. ákveðin fortíðarþrá eftir því sem fólk heldur að
hafi verið einfaldari tímar og leit að menningarlegum rótum, ásamt
angist gagnvart því hvað framtíðin beri í skauti sér. Bandarískir
fræðimenn hafa einkum stuðst við þá tilgátu að áhyggjur fólks og
óvissa um menningarlega sjálfsmynd skapi þörf þess fyrir að spegla
sig í þeim ímyndum sem settar eru fram eða finna sig í þeim í leit-
irtni að sameiningarafli. Örtnur tilgáta er sú að söfnunarhyggja eða
einhvers konar árátta fyrir því að safna hlutum af öllum gerðum
endurspegli í raun óöryggi um hvað verði verðmætt í framtíðinni og
skýri þar með af hverju söfn og sögusvæði eru orðin vinsælir ferða-
mannastaðir. Nýlegri rannsóknir sækja skýringar í félagssálfræði
þar sem skilvitlegar þarfir og tilfinningatengsl við fortíðina eru not-
aðar til útskýringa á þörfum og áhuga fólks á að fræðast og auðga
skilning sinn á eigin menningu og framandi mertningarheimum.
Bandaríski mannfræðingurinn Dean MacCannell var eirtna
fyrstur til að benda á að ferðamenn teldu sig finna sanngildi og
ósvikna upplifun, ekki einungis í eigin menningu heldur einnig í
öðrum sögulegum tímabilum.* 11 Þörfin fyrir að skapa slík tilfinn-
10 Gaynor Kavanagh, History Curatorship, bls. 183. Gaynor Kavanagh (ritstj.),
Making Histories in Museums (London, 1996), bls. 143-151.
11 Dean MacCannell, The Tourist — A New Theory of the Leisure Class (Berkeley,
1999; 1. útg. 1976). — Dean MacCannell og Julie MacCannell, „Tourist
Agency," Tourist Studies 1:1 (2001), bls. 23-27.