Saga - 2005, Side 188
186
ANNA KARLSDÓTTIR
gegnum sjónvarpsskjá. Þannig ættu forsvarsmenn safna að leggja
áherslu á að veita innsýn, vekja forvitni og glæða ímyndunarafl
með blöndu af miðlum, aðferðum og efnum án þess þó að aukin
áhersla á skemmtun verði á kostnað sagnfræðilegra upplýsinga.14
Vandinn liggur þar með í því að vega og meta vægi fróðleiks og
sögulegra staðreynda í bland við það sem vekur hug- og skynhrif.
Hver er sagan, hver er sýningin?
Snúum okkur þá að grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Rúmsins
vegna er aðeins hægt að drepa á fáein atriði. Gagnvirk miðlun er
talsvert notuð í sýningunni, en snertiskjáirnir eru á annan tug. A
breiðtjaldi má m.a. sjá útbreiðslu birkiskóga og dreifingu byggðar á
landnámsöld skv. rituðum heimildum og manntalinu 1703. Það er
eins og hlutverk þessa hluta sé að gefa grunnmynd af landi og þjóð
frá upphafi byggðar. Allt í allt eru öflum náttúrunnar gerð nokkuð
mikil skil á sýningunni. Það velkist t.d. enginn í vafa um að landið
var harðbýlt, að náttúruöflin settu fólki ákveðnar skorður og voru
ógn við búsetu. Samfélagsskipan samkvæmt Landnámabók er rak-
in í gagnvirkri miðlun á skjá. Þar má fræðast um stéttaskipan á
landnámsöld, landareign goðanna og uppruna landnámsmanna.
Mjög vönduð grafík er í öllum skjáfrásögnunum sem gæða þær lífi
og tengja nútímamanninn við aðstæður fyrri tíma. Þessi sýning
leiðir gesti að upphækkuðu plani þar sem kuml úr fomleifafundum
liggja í sömu stellingum og þau voru fundin og verða fyrir vikið
áhrifameiri.
Um salinn er dreift símum þar sem hægt er að komast í sam-
band við framliðna íslendinga, en nafngreindar persónur fyrri tíma
eru látnar segja frá lífi sínu, aðstæðum og atburðum. Við hlustun-
ina vaknaði sú spurning á hvaða forsendum lífi er blásið í
frásagnarpersónurnar. Athygli vekur að engar þeirra eru mjög
frægar, heldur fremur fulltrúar almennings, og einnig er gott kynja-
jafnvægi í vali á þeim.
14 Hér er vísað til þess sem fornleifa- og mannfræðingurinn Silbermann hefur
kallað Disneyfication of history. Sjá: Neil Asher Silberman, „Structuring the
Past: Israelis, Palestinians, and the Symbolic Authority of Archeological
Monument," The Archeology of Israel: Constructing the Past, Interpreting the Pre-
sent, ritstj. N.A. Silberman og D.B. Small (Sheffield, 1997), bls. 62-81. — Sjá
nánari umfjöllun um þetta í: James Putnam, Art and Artifact: The Museum as
Medium (London, 2001).