Saga - 2005, Síða 193
ÍTARDÓMUR
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
1901 og allt það
Dönsk stjórnsýslusaga og gildi hennar
fyrir íslenska sögu
Dansk forvaltningshistorie. Stat, Forvaltning og Samfund.
I. bindi: Fra middelalderen til 1901. Ritstjórar: Leon Jespersen, E.
Ladewig Petersen og Ditlev Tamm.
II. bindi: Folkestyrets forvaltning fra 1901-1953. Ritstjóri: Tim Knudsen.
III. bindi: Stat, Forvaltning, Samfund efter 1950. Ritstjóri: Peter Boga-
son. Jurist- og okonomforbundets forlag. Kaupmannahöfn 2000. 986
bls., 960 bls., 258 bls. Myndir, kort, skrár (mannanafnaskrár í bd. I og II,
atriðisorðaskrá í bd. III).
A Revolution from above? The Power State of 16™ and 17™ Centurv
Scandinavia. Ritstjóri: Leon Jespersen. Odense University Press. Óðins-
véum 2000. 383 bls. Kort, töflur, manna- og staðamafnaskrá, atriðis-
orðaskrá.
Erik Gobel, De styrede rigene. Embedsmændene i den dansk-norske
civile centraladministration 1660-1814. Odense Universitetsforlag.
Óðinsvéum 2000. 270 bls. Myndir, töflur, mannanafnaskrá.
Árið 2004 var merkisár í sögu íslenskrar stjórnsýslu. Hinn fyrsta
febrúar voru liðin eitt hundrað ár frá því að heimastjórn var kom-
ið á, og hátíðarhöld af því tilefni lýstu upp skammdegið. Samtím-
is komu út fyrstu tvö bindi nýrrar þriggja binda sögu Stjórnarráðs-
ins, sem framhald tveggja binda sögu Agnars Kl. Jónssonar frá
1969.1 Því má segja að við stöndum vel að vígi hvað varðar upp-
lýsingar um helstu valdamiðstöð samfélagsins á 20. öld. En rann-
sóknir á eldri stjórnsýslusögu landsins eru ekki viðamiklar á vett-
vangi íslenskrar sagnfræði. Það eru helst lögfræðingar sem hafa
fjallað um sjálfa stjórnsýsluna, uppbyggingu hennar, þróun og
1 Stjórnarráö íslands 1964-20041: Skipulag og starfshættir, II: Saga ríkisstjórna og
helstu framkvæmdir til 1983. Saga ríkisstjórna og helstu framkvæmdir
1983-2004. (Reykjavík, 2004). — Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð íslands
1904-1964 (Reykjavík, 1969). (2. útg. 2004)
Saga XLIII:1 (2005), bls. 191-207.