Saga - 2005, Síða 194
192
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
sögu.2 Nokkrir íslenskir sagnfræðingar hafa þó á seinni árum
stundað rannsóknir á þessu sviði og er þar nýjasta framlagið dokt-
orsritgerð Einars Hreinssonar.3
Frændur okkar Danir hafa hér slegið okkur við. Þeir hófu mikl-
ar rannsóknir á stjórnsýslusögu upp úr 1980 undir heitinu Ríki,
stjórnsýsla, samfélag, og voru þær styrktar af danska rannsóknarráð-
inu í hugvísindum.4 Margt hefur komið út um niðurstöður þessara
rannsókna á undanförnum árum, en hér verður einkum fjallað um
þriggja binda stjórnsýslusögu sem kom út árið 2000 og er nokkurs
konar lokaáfangi verkefnisins.5
Aðrir norrænir sagnfræðingar hafa líka fengist við stjórnsýslu-
sagnfræði, m.a. var Norræna sagnfræðingaþingið í Óðinsvéum árið
1984 að stórum hluta helgað henni. í framhaldi af þeim rannsókn-
um var ákveðið að halda verkinu áfram og gera nákvæman saman-
burð á þróun ríkisvalds annars vegar í dansk-norska ríkinu og hins
vegar í hinu sænsk-finnska. Niðurstöður þessa samanburðar liggja
nú fyrir í riti, sem gefið er út á ensku (til að gera sem flestum kleift
að kynnast þessari sögu) og kom út árið 2000, líkt og stjórnsýslu-
sagan danska.6
Meðan ísland var hluti Danaveldis voru þau skjöl sem vörðuðu
stjómsýslu landsins að mestum hluta varðveitt í Kaupmannahöfn.
Með heimastjórn og síðan fullveldi og sjálfstæði hófu íslendingar
kröfur á hendur Dönum um að fá afhent þessi skjöl og hafa þeir
verið jákvæðir gagnvart sínum gömlu hjálendum hvað þessar kröf-
ur varðar. íslendingar nutu t.d. góðs af þessu þegar skjöl frá danska
ríkisskjalasafninu voru afhent árið 1928 (Danska sendingin) og síð-
an þegar handritum úr Árnasafni og Konungsbókhlöðu var skilað
2 T.d. Lárus H. Bjarnason, íslenzk stjórnlagafræði (Reykjavík, 1913). — Einar Arn-
órsson, Réttarsaga Alþingis (Reykjavík, 1945). — Hjálmar Vilhjálmsson, „Sýslu-
menn á Jónsbókartímabilinu 1264-1732", Tímarit lögfræðinga 1 (1965) og Páll
Sigurðsson, Brot úr réttarsögu (Reykjavík, 1971), svo nokkrir séu nefndir.
3 Einar Hreinsson, Niitverk och nepotism. Den regionala fórvaltningen pá Island
1770-1870 (Gautaborg, 2003).
4 Stat, forvaltning, samfund er verkefni sem Statens Humanistiske Forskningsrád
hefur fjármagnað frá 1991.
5 Dansk forvaltningshistorie I—III (Kobenhavn, 2000). Um önnur rit sem komið
hafa út innan þessa verkefnis sjá: Ragnheiður Mósesdóttir, „íslenskt stjómkerfi
á fyrri hluta nýaldar", íslenskir sagnfræöingar II (Reykjavík, 2002), bls. 325-333.
6 A Revolution from Above? The Power State of 16th and 17th Century Scandinavia
(Óðinsvéum, 2000).