Saga - 2005, Page 197
1901 OG ALLT ÞAÐ
195
embættum og mikið var á sig lagt til að halda niðri þeim hluta
aðalsins sem ekki hafði tök á að komast að kjötkötlunum. En eins
og allir vita þá tök konungur höndum saman við þessa menn og
kom á einveldi.9
Kafli Jespersens er mjög góður inngangur að danska kerfinu
fyrir þá sem leggja stund á íslenska stjórnsýslusögu. Hann veitir
yfirsýn yfir umfang og innihald starfseminnar á Hallarhólmanum í
Kaupmannahöfn og þar með er mögulegt að setja íslenska stjórn-
sýslu í rétt samhengi. Ekki síðri eru kaflar Gunners Linds um tíma-
bilið fram til 1720 og einkum kafli Ole Feldbæks um tímabilið fram
til 1814. Hann er auðvitað óumdeilanlega helsti sérfræðingur í
þessu tímabili og hefur fjallað um það frá nær öllum sjónarhornum
um árabil. Ekki spillir fyrir að hann skrifar góðan texta sem gaman
er að lesa.
Það er athyglisvert að þróunarsaga amtskerfisins er hvergi rak-
in í heild í þessu bindi. Þetta kerfi, sem komið var á við upphaf ein-
veldis í Danmörku í stað lénskerfisins og er nú að syngja sitt síðasta
í danskri stjómsýslu, hefði átt skilið sérstakan kafla í ritinu. Nú er
erfitt að sjá hvenær þessir kaflar eru í raun skrifaðir, en um þetta
efni liggur fyrir doktorsritgerð, sem út kom í ritröðinni Stat, for-
valtning, samfund, og merkilegt að höfundur hennar skuli ekki vera
með í þessu riti.10 Þetta þýðir að amtsstjórnin er aðeins nefnd í
framhjáhlaupi, svo sem þegar verið er að tala um lögregluna (bls.
641), en aldrei út frá eigin forsendum. Amtsráð fá þó stuttlega um-
fjöllun þegar rætt er um sveitarstjórnir (bls. 875-877).
Þessum fyrri hluta fyrsta bindis lýkur með mjög notadrjúgri
samantekt um helstu rannsóknir sem gefnar hafa verið út um tíma-
bilið fram til 1814. Seinni hlutinn hefur ekki neitt slíkt, hvað sem
veldur, en hann fjallar um tímann fram til 1901 og hefur Ditlev
Tamm ritstýrt þeim hluta. Tamm byrjar á að draga upp mynd af
stemningunni í Kaupmannahöfn eftir Kílarfriðinn og vitnar m.a. í
Collegial Tidende frá 1814, þar sem sagt er frá niðurstöðum friðar-
samninganna: „Við látum ógert að lýsa þeirri sorg, sem við fyllumst
9 Hafi menn áhuga á að lesa mun teoretískari útleggingar Jespersens á valds-
ríkinu og uppruna þess skal þeim bent á ritið Stænder og magtstat, sem út kom
í Óðinsvéum árið 1989. Sjá jafnframt umfjöllun hér á eftir.
10 Karl Peder Pedersen, Envældens amtmænd. Danske amtmænds rolle ogfunktion i
enevældens forvaltning 1660-1848 (Kaupmannahöfn, 1998). Hans er að vísu
getið einu sinni í DF I, á bls. 403.