Saga - 2005, Page 198
196
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
er bandið sem hefur bundið ríkin tvö er nú slitið."11 Þannig var tap
Noregs talið vera mikið áfall fyrir ríkið, en stjórnsýslulega urðu
ekki neinar breytingar í kjölfarið. Norsku skrifstofurnar voru bara
lagðar niður og t.d. málefni íslands, sem höfðu verið í sömu skrif-
stofu og Noregur innan Danska kansellís, voru bara flutt til. En árið
1814 markaði líka breytingar í afstöðu Dana og Svía hverra til ann-
arra — svo virðist sem nú verði vart aukins áhuga á samvinnu í
anda panskandinavismans. Nýir tímar voru í nánd.
Eftir ágætan inngang Tamms um tímabilið eru einstakir hlutar
stjórnsýslunnar fram til 1848 teknir fyrir og þeim lýst á skýran
hátt. Tamm skiptir tímabilinu í þrjá hluta miðað við ríkisréttar-
stöðu; fyrstu 34 árin eru innan einveldisins, síðan kemur 14 ára
tímabil sem snýst um sambandið við hertogadæmin Slésvík og
Holsetaland fram til 1864 er þau tapast, og svo 1864-1901 sem ein-
kennist af baráttu hægri- og vinstrimanna á þinginu. Sérstaklega
er kaflinn um kansellíið góður, þar sem öllu starfssviði þess er lýst
og tekin dæmi af starfseminni.12 Einveldishugsunin lifði lengi
góðu lífi.
Tim Knudsen skrifar lengsta kaflann í seinni hlutanum (nærri
100 bls.), um breytingarnar sem urðu í kjölfar afnáms einveldisins
1848 og uppbyggingu ráðuneytiskerfisins. Samkvæmt hans skil-
greiningu var Danmörk það einveldi álfunnar sem stóð styrkustum
fótum, svo að breytingamar 1848-1849 eru sannarlega tímamót
gamla og nýja tímans í danskri stjórnsýslu og stöðu ríkisvaldsins.
Knudsen setur þessi tímamót í evrópskt samhengi, en rekur síðan
breytingarnar í smáatriðum, svo að vel má gera sér í hugarlund
hvemig málin þróuðust, jafnframt því að kyrmast einstökum ráð-
herrum og hvernig þeir tókust á við sín nýju hlutverk. Eftir þennan
langa „inngang" Knudsens að tímabilinu 1848-1901 koma kaflar
um einstök ráðuneyti, sem óþarft er að lýsa hér. Jafnframt er fjallað
um skólamál á öllum stigum, svo og sveitarstjómir og tengsl þeirra
við stjórn ríkisins. Sérstaklega er fjallað um stjórnsýsluþróun í
Kaupmannahöfn, sem alltaf hafði haft sérstöðu meðal danskra
sveitarfélaga vegna stöðu sinnar sem aðsetur konungs og ríkis-
stjórnar.
11 „Vi afholder os fra at skildre de sorgelige folelser, som sonderrivelsen af bán-
det mellem begger riger forársager os." Collegial Tidende, febrúar 1814.
12 Sem dæmi má nefna baráttu Dr. Dampes við „kerfið" sem er lýst á grípandi
hátt (bls. 395).