Saga - 2005, Page 200
198
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
13-17, og með nýjum lögum frá 1927 var dagvinnutími ráðuneyt-
anna ákveðinn 7 tímar á dag. Almenningur átti heldur ekki auðvelt
með að fá þær upplýsingar sem hann sóttist eftir og blaðamenn áttu
þá sem nú í baráttu við kerfið.13
Þessi yfirlitskafli er mjög góður og lýsir vel þeim tíðaranda sem
ríkti og hvernig stjórnsýslan sá um sig sjálf. Eins og í fyrsta bindinu
eru í þessu bindi greinar um hinar ýmsu hliðar stjómsýslunnar.
Þetta eru ágæt yfirlit, mjög upplýsandi og á köflum skemmtileg af-
lestrar. Einkum hafði ég gaman af að lesa um velferðarríkið og hús-
næðismálin (bls. 566-611).
Því miður fylgir ekki nein staðanafnaskrá stjórnsýslusögunni,
svo erfitt er að gera sér í fljótu bragði grein fyrir því hvort hlutur
hjálendnanna í Norður-Atlantshafi er yfirleitt nokkur í þessari
sögu. En við lesturinn verður maður þess fljótt var að þær skipa
ekki stóran sess í stjómsýslusambandinu. Noregur og Hertoga-
dæmin fá góða umfjöllun, og stjórnun þeirra og missir er greinilega
hluti af danskri stjórnsýslusögu. En það er þó ekki alveg gengið
fram hjá smáþjóðunum. Tim Knudsen skrifar í lok annars bindis
sérstakan kafla um hjálendur í norðri, suðri og austri, „De over-
soiske dele af riget". Samkvæmt inngangi Knudsens er ætlunin að
líta á stjómsýslulega, stjómmálalega og ríkisréttarlega stöðu þess-
ara landsvæða, og sýna fram á hvað var líkt og hvað ólíkt með
þeim. Hann telur, og það með réttu, að hið innra stjórnkerfi hafi
verið þróaðast á íslandi, en staða Grænlands hafi verið veikust.
Mitt á milli eru síðan Færeyjar, en Vestur-Indíur hafa sérstöðu þar
sem stjómun þeirra var með allt öðrum hætti en hinna þriggja.
Kaflinn um Vestur-Indíur er þó einna bestur, e.t.v. vegna þess að
danskir sagnfræðingar hafa fjallað mun meira um sögu þeirra en
hjálendnanna í Norður-Atlantshafi. Það er virðingarvert að hafa
þennan kafla með þar sem hér er um að ræða danska stjórnsýslu-
sögu, en í raun sýnir þetta líka hversu lítið hlutverk ísland og aðr-
ar hjálendur Dana léku í heildarríkinu að mati danskra sagnfræð-
inga.
í umfjöllun sinni um ísland hefur Knudsen stuðst við þau rit
sem tiltæk eru á skandinavísum málum, einkum hina dönsku ís-
landssögu Björns Þorsteinssonar, doktorsritgerð Haralds Gustafs-
13 Sjá t.d. lýsingu (bls. 43) á tilraun blaðamanns Berlingske Aftenavis til að fá upp-
lýsingar um hvað ný reglugerð um sölu gosdrykkja raunverulega þýddi. Þar
var kansellístíllinn allsráðandi.