Saga - 2005, Side 201
1901 OG ALLT ÞAÐ
199
sons og grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson.14 Knudsen rekur þróun
stjómsýslunnar frá miðöldum og fram til 1944. Sýslumannaelítan
fær hér sérstakan kafla sem grunneining í kerfinu. Það er athyglis-
vert að hann segir að íslandsmálaráðuneytið, sem komið var á fót
1874, hafi mestmegnis verið táknræn aðgerð til að róa íslendinga,
en vísar ekki til neinna heimilda fyrir því. Hann hefur jafnframt
notað íslandssögu A-Ö eftir Einar Laxness, en tilvísanir til þess
verks, svo og til Stjórnarráðssögu Agnars Kl. Jónssonar, hafa lent í
handaskolum, svo verkin eru ekki nefnd með nafni, aðeins er getið
eftirnafns höfundar og síðan stendur „tilv. rit". Ef meta á þennan
kafla um íslenska stjórnsýslu verður að gera það á þeim forsendum
að hér sé verið að skrifa fyrir Dani, sem ekki þekkja þessa sögu, og
í því ljósi er ekki hægt að segja annað en að hér sé vel unnið, allar
helstu staðreyndir koma fram og nýttar eru þær rannsóknamiður-
stöður sem birtar hafa verið um þetta svið.
Við ritun kaflans um Færeyjar hefur Knudsen fengið þýdda
valda kafla úr ritum um færeyska stjórnsýslusögu. Hann gerir
nokkra tilraun til að skýra hvers vegna Færeyjar og Grænland hafi
enn ekki fengið sjálfstæði og telur einkum að skortur á stjórnsýslu-
elítu hafi staðið þar í veginum. íslendingar hafi átt slíka elítu sem
gat tekið við hlutverkinu af Dönum. Hann tengir saman tilraunir
Dana við að endurheimta Suður-Jótland og vilja þeirra til að láta af
hendi bæði Vestur-Indíur og ísland, en hann telur hagfræðilegar
ástæður einnig hafa leikið nokkurt hlutverk. Danir hafi séð að
Bandaríkin gætu betur sinnt hagsmunum Vestur-Indía en þeir sjálf-
ir og að ísland væri fært um að standa á eigin fótum.
Annað bindið er að mörgu leyti eins upp byggt og það fyrsta,
með góðum inngangi og yfirlitskafla um tímabilið í heild, en þó
virkar það heldur sundurlausara þegar kemur að hinum einstöku
köflum um ráðuneyti og stofnanir, svo að þessir kaflar verða frekar
lýsandi en greinandi. Tilvitnanir eru alls staðar til mikillar fyrir-
myndar og alltaf auðvelt að finna þær frumrannsóknir sem byggt
er á. Þannig nær ritið öðru höfuðmarkmiði sínu, þ.e. að draga fram
14 Björn Thorsteinsson, Island. Under medvirken af Bergsteinn Jónsson og Helgi
Skúli Kjartansson. Politikens Danmarks Historie (Kaupmaimahöfn, 1985). —
Harald Gustafsson. Mellan kung och allmoge — dmbetsman, beslutsprocess och in-
flytande p& 1700-talets Island (Stokkhólmi, 1985). — Ólafur Ragnar Grímsson,
„The Icelandic Power Structure", Scandinavian Political Studies II (1976), bls.
9-33.