Saga - 2005, Blaðsíða 202
200
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
þær grunnrannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði og tengja
þær saman í eina heild.
Dansk forvaltningshistorie III:
Ríki, stjórnsýsla og samfélag eftir 1950
Fyrstu tvö bindin í stjórnsýslusögunni eru hvort um sig hátt í 1000
síður að lengd, en þriðja bindið er hins vegar aðeins 258 bls. Það
nær þó nokkurn veginn yfir jafnlangt tímabil og annað bindið, þ.e.
um 50 ár. En eins og Peter Bogason segir í inngangi þá var við nokk-
uð ramman reip að draga við efnisöflun til þessa bindis. Sumir
þeirra sem fengnir voru til verksins gátu ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar þannig að ákveðin efni, svo sem um aukin lýðræðisleg
vinnubrögð og áætlanagerð innan stjórnsýslunnar, eru ekki tekin
fyrir sérstaklega, en þó er reynt að koma þessu efni fyrir í öðrum
köflum (bls. 2). Heimildir um þetta tímabil eru líka vandamál, því
að margir núlifandi menn muna þessa tíma og voru þátttakendur í
þeim atburðum sem áttu sér stað og mörkuðu þjóðfélagsþróunina.
Þetta er bæði jákvætt og neikvætt. Er hægt að treysta minni manna?
Reyna menn að „endurskrifa" ákvarðanir sínar til að sýna þær í
betra ljósi? Bogason tekur dönsku andspymuhreyfinguna sem
dæmi. Þegar birtar eru rannsóknarniðurstöður byggðar á efni úr
skjalasafni hreyfingarinnar, mæta gamlir andspyrnumenn og mót-
mæla ef þeim finnst túlkunin ekki vera í samræmi við það sem
þeim sjálfum finnst hafa gerst. Auk þess eru sumar heimildir ekki
enn orðnar aðgengilegar, og skýrslur frá ríkisstofnunum um ýmis
mál gefa í raun bara vísbendingu um hvað stjórnsýslan hefur hugs-
að sér að gera, ekki hvað í raun hefur átt sér stað. Þannig er sam-
tímasagan ekki auðveld viðfangs, þótt heimildirnar séu e.t.v. lifandi
enn. Heimildavandinn er hér annar en á fyrri tímum.
Bókin tekur fyrir sjö þemu sem einkennt hafa þróunina á síðari
hluta 20. aldar; velferðarkerfið, stjórnsýslu ríkisins, utanríkisstefn-
una, samspil ríkis og fagfélaga, samskipti ríkis og sveitarfélaga,
opinbera starfsmenn (fjölda þeirra og atvinnuskilyrði) og loks
réttarfarslega þróun þessa tímabils, einkum áhrif aðildarinnar að
Efnahagsbandalagi Evrópu (nú Evrópusambandinu). í þessu bindi
hefur verið brugðið á það ráð að setja í ramma upplýsingar um
ýmsa áhrifavalda tímabilsins, bæði menn og málefni, og þeim gerð í
stuttu máli skil, sem skýrir enn myndina. Það er og einkennandi