Saga - 2005, Blaðsíða 206
204
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
að aðlaga kenningarnar sérnorrænum aðstæðum. Jespersen telur
þó að kenningar um samspil einveldis og borgarmyndunar og
veikrar borgarastéttar megi heimfæra til Skandinavíu, þar sem ein-
valdurinn notar borgarastéttina til að koma á einveldi en fjarlægist
hana síðan. En jafnframt telur hartn að einstök tilfelli þar sem borg-
arar hlutu náð fyrir augum konungs, sýni bara hversu persónulegt
og margleitt einveldið var (sjá t.d. umfjöllun um vopnaburð á bls.
180-181). í heild má segja að afstaða Jespersens til tímabilsins
1530-1660 einkennist af pragmatisma, þar sem heimildirnar eru
skoðaðar á eigin forsendum og ekki byggt á háfleygum kenning-
um. Þó er lokaniðurstaða hans sú, að þar sem ekki sé auðvelt að
finna þróuninni í Skandinavíu stað í kenningaheiminum, sé hún
einmitt kjörið svæði til að prófa gildi þeirra (bls. 181). Kafli Jesper-
sens um þróunina almennt er í heild vel skrifaður og hann tekur á
öllum sviðum ríkisrekstrarins og ber saman ríkin tvö svo að maður
fær góða mynd af bæði því sem er líkt og ólíkt með þeim.
En til þess að hægt sé að alhæfa um þróun og ástæður fyrir
breytingum, verða að vera fyrir hendi nærrannsóknir á ákveðnum
svæðum samfélagsins. Hér koma kaflar Rians og Villstrands til sög-
unnar. Rian notar hluta af norskri héraðssögu — um Bratsbergs-
lén/amt,16 sem liggur í Þelamörk sunnan Óslóar, til að skoða tog-
streituna milli ríkis og héraðsstjórnar, einkum hvað varðaði fjármál.
Rian nær vel að lýsa og greina hugmyndir manna í Bratsberg um
samspilið við yfirvöld í Kaupmannahöfn varðandi skattheimtu.
Villstrand lýsir því hvernig bændasamfélagið í sænsk-finnska rík-
inu sinnti eigin þörfum, en var þó jafnframt tilbúið til breytinga eft-
ir utanaðkomandi áreiti, í þessu tilviki kröfur um herþjónustu. Hér
notar hann tvö finnsk sveitarfélög (Kalajoki og Sáminge) sem
dæmi. Umfjöllunin um finnsku héruðin tvö er skilmerkileg og hann
sýnir fram á að það var ákveðin gagnkvæm virðing milli yfirvalda
í Stokkhólmi og héraðsstjórna í austurhéruðum Finnlands, er hann
segir: „Þeir sem virtust valdalausir, höfðu líka völd — sumir meiri,
aðrir minni — í sænska (valda)ríkinu".17
Var hér um að ræða „byltingu að ofan"? í ritinu er ekkert eitt
svar við þessu, en niðurstaða Rians virðist þó vera sú að breytinga-
stjórnun þessara tveggja ríkja, þótt ríkin væru ólík á margan hátt,
16 Sbr. breytingamar frá lénskerfi til amtskerfis eftir 1660.
17 „The seemingly powerless ones also had power — some more, some less —
in the Swedish (power) state" (bls. 314).