Saga - 2005, Page 209
1901 OG ALLT ÞAÐ
207
mörkum til að skýra stöðu íslands irrnan ríkisins allt frá lokum mið-
alda og fram til okkar daga. Danir hafa hér lagt upp í hendurnar á
okkur sína hlið mála; nú ættum við að takast á við okkar horn af
sögurituninni.
Við gætum gert það á ensku, eins og Jespersen og félagar hafa
gert í sinni samanburðarsögu, sem að mörgu leyti kallast á við DF
— enda er Jespersen líka einn aðalhöfundur fyrsta bindis hennar,
sem fjallar um sama tímabil. Það gagnlega við þetta rit, auk þess að
vera á ensku og gefa fleiri þar með aðgang að norrænni sögu, er
samanburðurinn á tvíríkjunum skandinavísku. Harald Gustafsson
hefur raunar gert svipað í sinni bók, Political Interaction in the Old
Regime, sem út kom í Lundi árið 1994 sem hluti af samstarfsverk-
efninu „Centralmakt og lokalsamhalle". Svo að hér er komin góð
undirstaða á ensku um þróun ríkjanna. ísland hefur ekki leikið
stórt hlutverk í þessum rannsóknum og við höfum kannski heldur
ekki verið nógu dugleg sjálf að vera með, en sem betur fer eru
mertn á þessum rannsóknabuxum nú og því hlýtur að vera komið
að því að staða íslands í dansk-norska ríkinu verði skilgreind betur
en áður hefur verið gert.
Um öll þessi rit má segja að frágangur sé góður. í DF má þó
stundum sjá að heildarritstjórn hefur yfirsést mismunandi skálet-
ur/feitletur í fyrirsögnum og tilvitnunum, en það er ekki til vansa.
Myndanotkun og myndatextar eru með miklum ágætum. Mynd-
imar eru ekki bara til skrauts, heldur eru þær notaðar til að skýra
nánar það sem verið er að fjalla um. Skrár fylgja öllum ritunum, þó
ekki eins fullkomnar og vænta mætti í DF. Þar hefði verið til hags-
bóta að hafa atriðisorðaskrá.
Stjórnsýslusaga getur haft margar birtingarmyndir, eins og
komið hefur fram. Hún birtist okkur hér fyrst sem yfirlitslit í þrem-
ur bindum (sem vegur nærri 10 kg), síðan sem samanburðargrein-
ing tveggja skandinavískra ríkja í framþróun, og loks sem tilraun til
að skapa nýjan rannsóknagrunn, með því að taka eingöngu empír-
ískt á hlutunum. Þótt DF hafi vinninginn hvað varðar raunveruleg-
an þunga, er ekki efi á að Byltingin að ofan er þyngsta ritið hvað inni-
hald varðar. Gobel er hér að nokkru leyti einn á báti vegna þess
forms sem hann hefur valið sinni rannsókn. Engin ein aðferð getur
talist „best" en með því að nota þær allar saman gæti tekist að
skapa heildarmynd af stjórnsýsluferlinu. Hér er allavega mögulegt
að sjá stórar þróunarlínur eða einstakar augnabliksmyndir úr
stjórnsýslunni, allt eftir því sem menn óska.