Saga - 2005, Page 216
214
RITDÓMAR
nýjar slóðir því að í bókinni fjallar hann um hvað varð um skreiðina, eina
mikilvægustu útflutningsvöru íslendinga, eftir að hún var komin í hend-
ur íslandskaupmanna. Meðal mikilvægustu spurninga höfundar eru:
Hverjir voru kaupendur skreiðarinnar í erlendum borgum, hverjir neyttu
hennar í Evrópu og hversu mikið hækkaði skreiðin í verði á leiðinni til
neytenda?
Þetta eru áhugaverðar og allnýstárlegar spurningar í verslunarsögu-
rannsóknum þessa tímabils því að athygli fræðimanna hefur fram að þessu
aðallega beinst að því sem gerðist á íslandi og að hinum stóru heildum,
bæði í verslunarsögunni sjálfri og tengslum hennar við ytra umhverfi.
Þannig hafa fræðimenn t.d. rannsakað samsetningu verslunarvörunnar,
skipulag verslunarinnar, verslimarhætti, afkomu einokunarkaupmanna og
tengsl verslunarinnar við stjórnvöld, atvinnu- og samfélagshætti, svo dæmi
séu nefnd. Á hinn bóginn hafa fræðimenn yfirleitt gefið minni gaum að því
hvað varð um íslensku vöruna á erlendri grundu og lítið rýnt í hina svæðis-
bundnu eða einstaklingsbundnu drætti verslunarsögunnar. Þessi almennu
einkenni um hinar stóru línur og allt ísland sem sögusvið í verslunarsögu-
rannsóknum einokunartímabilsins eru ekki án undantekninga. En efnisaf-
mörkun höfundar í bókinni, sem er fremur stutt, er samt allmikil nýjung.
Að loknum inngangi dregur höfundur í 2.-4. kafla upp baksviðið fyrir
meginviðfangsefni bókarinnar. Fyrst víkur hann stuttlega að fiskveiðum og
verkun skreiðar á íslandi á 17. og 18. öld en síðan lýsir hann í tveimur köfl-
um helstu fljótasamgönguleiðum í Norðvestur-Evrópu og valdatafli ver-
aldarhöfðingja um Hamborg. Þegar rætt er um fljótaleiðir koma Hamborg-
arkaupmenn óhjákvæmilega mikið við sögu því að á 17. öld og lengst af á
18. öld gegndi borgin lykilhlutverki í sölu skreiðarinnar til neytenda í Mið-
og Suður-Evrópu. Þetta helgaðist af landfræðilegum ástæðum því að borg-
in stendur ekki langt frá mynni Saxelfar sem rennur í Norðursjó en teygir
sig suður og austur eftir Evrópu og tengdist þegar á 17. og 18. öld öðrum
stórfljótum eins og Oder, Vislu og Dóná, ýmist með hliðarám eða skipa-
skurðum. Þannig var Hamborg áfangi á leið til Berlínar og Breslár, Pragar
og Vínar.
Höfundur lýsir vel þýðingu Hamborgar fyrir fljótasamgöngukerfi Evr-
ópu og þá ekki síður því hvemig stjórnmál settu svip sinn á sögu borgar-
innar. Pólitísk staða borgarinnar markaðist af því að um 1460 var Kristján I
Danakonungur kjörinn hertogi og greifi af Slésvík-Holtsetalandi en Ham-
borg var hluti þess síðarnefnda. Eftir sem áður tilheyrði Holtsetaland þýska
keisaradæminu og árið 1510 varð Hamborg að undirlagi keisarans, sem sat
í Vín, frjáls og sjálfstæð ríkisborg í þýska keisaradæminu. Þetta varð að
rúmlega 250 ára deiluefni keisarans og Danakonungs og málið var enn
flóknara fyrir þá sök að Hamborg hafði þá um langan aldur haft ákveðinn
sjálfsstjórnarrétt. Höfundur lýsir ágætlega þeirri pólitísku refskák sem leik-
in var af valdamönnum, stöðu Hamborgarmanna sem höguðu seglum eft-
ir vindi og hvernig Rússar blönduðust inn í þessa valdatogstreitu.