Saga - 2005, Side 217
RITDÓMAR
215
Umfjöllun höfundar um landfræðilegar aðstæður og stjórnskipunar-
átök í Norðvestur-Evrópu veitir vitneskju sem er gagnleg til að skilja betur
kringumstæður íslenskrar utanlandsverslunar á þessum öldum. Þessi lýs-
ing er þó hlutfallslega nokkuð löng miðað við kjarnaefni bókarinnar, kaup-
endur og neytendur skreiðarinnar í Evrópu. Að mínu mati hefði það ekki
komið niður á efnismeðferð þótt þessi bakgrunnslýsing hefði verið styttri.
En þessi umfjöllun um fljótaleiðir í Evrópu og stjórnmálasögu Hamborgar
og nálægra svæða eykur notagildi bókarinnar. Þessa vitneskju má að sjálf-
sögðu finna í prentuðum erlendum ritum en ekki víða á íslensku nema
kannski helst í mannkynssöguritum. Hér er líka margvísleg vitneskja dreg-
in saman á einum stað, byggð á yngri og eldri þýskum fræðiritum, og skiln-
ingur á þessari sögu er gagnlegur fyrir fslandssögu 17. og 18. aldar og raun-
ar 19. aldar einnig.
í 5. og 6. kafla snýr höfundur sér að þungamiðju bókarinnar, kaupend-
um og neytendum skreiðarinnar í Evrópu og verðlagi hennar. Þessi hug-
mynd, að grennslast fyrir um kaupendur og neytendur íslensku skreiðar-
innar í Evrópu, er líka aðalástæðan fyrir ritun bókarinnar og það sem helst
vekur athygli fyrir fram. í fyrri kaflanum dregur hann fram margs konar
vitneskju um kaupendur íslenskrar skreiðar í Kaupmannahöfn og Ham-
borg, auk Altona, sem stóð gegnt Hamborg við Saxelfi, og Gluckstadt sem
stóð við fljótið skammt frá Norðursjó. Sýnir þetta vel mikilvægi Saxelfar í
verslun. Síðan rekur höfundur með hjálp heimilda, sem hann hefur fundið,
slóð íslensku skreiðarinnar áfram til Vínar og Pragar. Þar lýsir hann rann-
sóknum sínum á skjalasöfnum tveggja klaustra en kaupendur munu þó
hafa verið fleiri.
Höfundur svalar sannarlega forvitni lesenda um kaupendur og neyt-
endur en mikið vill meira og höfundur nefnir (bls. 80) að íslenska skreiðin
hafi einnig verið seld til Breslár sem nú er í Póllandi. Könnun á þeim slóð-
um mundi væntanlega veita meiri upplýsingar um íslensku skreiðina, en
höfundur sleppti heimildakönnun þar og skýrir ekki af hverju. Þá hefði
mátt segja lesendum meira um skreiðarneysluna, lýsa til dæmis reglum og
venjum um föstumat, hversu vel þær voru haldnar, við hvaða fisk íslenska
skreiðin keppti og hvernig hún var matreidd. Við lýsingar höfundar á
skreiðarkaupmönnum vaknaði líka áhugi minn á frekari upplýsingum um
kaupmannasamfélög þeirra borga sem koma við sögu. Urn allt þetta eru
væntanlega einhverjar upplýsingar og heimildir en leit og úrvinnsla þeirra
á erlendum skjala- og bókasöfnum er að sjálfsögðu tímafrek. Höfundi hef-
ur verið þetta fullljóst og því ákveðið að takmarka rannsóknina við kaup-
endur, neytendur og verðlag, greina frá því sem hann fann um efnið og eft-
irláta öðrum að kanna málið betur. Höfundur hefur líka með þessu fram-
taki auðveldað öðrum að taka upp þráðinn síðar.
Meginefni bókarinnar lýkur í 6. kafla með umfjöllun um kaup- og sölu-
verð íslensku skreiðarinnar í Hamborg og samanburð við norska skreið.
Höfundur víkur reyndar að verðlagi strax í inngangi bókarinnar, sem og í