Saga - 2005, Qupperneq 219
RITDÓMAR
217
Einar Hreinsson, NÁTVERK OCH NEPOTISM. DEN REGIONALA
FÖRVALTNINGEN PÁ ISLAND 1770-1870. Gautaborgarháskóli.
Gautaborg 2003. 287 bls. Heimildaskrá, töflur, kort, skýringarmyndir
og útdráttur á ensku.
Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar mótaðist sú hefð í sagnaritun íslendinga,
sem lifir reyndar góðu lífi enn í hátíðarræðum íslenskra ráðamanna, að líta
á sögu einveldistímans sem viðnám íslenskrar þjóðar gegn danskri óstjórn,
hvort sem hún birtist í aðgerðum konungsvalds eða danskra einokunar-
kaupmanna á íslandi. íslendingar áttu sér ekki margar hetjur í þessu stríði,
en þó hefur einstaka embættismanni verið hampað í kennslubókum fyrir
að verjast erlendri ásælni af einurð, eða fyrir metnaðarfullar tilraunir til að
mennta íslenska alþýðu. Þar eru oft nefndir til sögunnar forystumenn á
borð við Skúla Magnússon, Eggert Ólafsson, Ólaf Stefánsson, Hannes
Finnsson, Magnús Stephensen og Jón Eiríksson, en undir merkjum upplýs-
ingar beindu þeir þjóðinni inn á braut endurreisnar sem lauk með stofnun
lýðveldis á Þingvöllum árið 1944, eða svo hefur verið sagt. Síðustu áratugi
hafa ýmsir sagnfræðingar dregið þessa baráttusögu í efa, þannig að nú má
næstum segja að ný hefð hafi leyst hina gömlu af hólmi í sagnfræðinni, en
samkvæmt henni er kúgara íslenskrar alþýðu ekki síður að leita meðal ís-
lenskra höfðingja en útlendinga. Líta má á doktorsritgerð Einars Hreins-
sonar um tengslanet og fyrirgreiðslu sem framlag til þessarar gagnrýni, en
hún tengist hinni nýju endurskoðunarhefð með tvennum hætti. í fyrsta lagi
efast Einar um að íslenskir embættismenn hafi borið hag íslenskrar þjóðar
sérstaklega fyrir brjósti, heldur sýnist honum sem gjörðir þeirra og skoðan-
ir hafi miðast fyrst og fremst við þeirra eigin stéttarhagsmuni, sem iðulega
stönguðust beinlínis á við það sem var meginþorra íslendinga fyrir bestu. í
öðru lagi lítur hann ekki á sögu íslenskrar stjórnsýslu sem sjálfstætt og ein-
angrað fyrirbæri, heldur gerist hún í nánu samhengi við sögu danska kon-
ungsríkisins, sem aftur endurómar hræringar í evrópskri stjórnmála- og
stjómsýslusögu á 18. og 19. öld.
Slík stef mynda kjarnann í bók Einars, sem snýst ekki síst um tilraunir
íslenskrar elítu til að verja völd sín á tímum mikilla breytinga á stjórnkerfi
danska konungsríkisins. Þar rákust á fjarlægt konungsvald, sem vildi ráða
yfir íslandi ekki aðeins á pappírnum heldur í raun og veru, og lítil klíka ís-
lenskra embættismanna sem, þrátt fyrir að hún byggði vald sitt ekki síst á
stöðu sinni innan danska ríkiskerfisins, var algerlega andsnúin umbótatil-
raunum dönsku stjórnarinnar. Skipta má sögu Einars í þrjá meginþætti,
þegar venjubundnum inngangi og útlistun á þeim kenningum sem rann-
sóknin styðst við sleppir, en bókin lýsir fyrst danska embættismannakerf-
inu og stöðu íslenskra embættismanna innan þess, þá fjallar hún um hvern-
ig lítill hópur íslendinga, sem tengdist mjög nánum fjölskylduböndum,
einokaði flest æðstu embætti landsins og að sfðustu greinir höfundur svo