Saga - 2005, Blaðsíða 220
218
RITDÓMAR
samskipti dönsku miðstjómarinnar og íslensku embættismannastéttarinn-
ar á síðari öld einveldis á íslandi.
Fyrsti þáttur sögunnar er að mestu fremur hefðbundin lýsing á gerð
hins danska stjórnkerfis á einveldistímanum, byggð á eldri rannsóknum
sagnfræðinga á borð við Harald Gustafsson og Karl P. Pedersen. Þessi þátt-
ur er mjög gagnlegur fyrir íslenska lesendur, og þá ekki síst vegna þess að
hann tengir mjög vel saman hið danska baksvið og stöðu mála hér á landi.
Hér kemur sennilega mest á óvart að frá lokum 18. aldar töldust amtmerm
standa stiftamtmönnum jafnfætis að völdum í danska stjómkerfinu, þegar
undan er skilin sérstök ábyrgð hinna síðarnefndu á kirkjustjóm (bls. 60), en
yfirleitt hefur verið gengið út frá því sem vísu í íslenskum sagnfræðiritum
að stiftamtmaður hafi þjónað sem æðsti yfirmaður konungsvaldsins í hjá-
lendunni í norðri. Að vísu virðist staða stiftamtmanns á íslandi hafa verið
óskýrari að þessu leyti en starfsbræðra hans annars staðar í Danaveldi,
vegna þess að stjórnin ætlaðist til að við flutning embættisins til íslands
árið 1770 yrði stiftamtmaður eins konar augu og eyru konungs á íslandi.
Niðurstaða Einars er sú að þetta hafi aldrei gengið fyllilega eftir, og af þeim
sökum verður skipurit íslenska embættiskerfisins fram til 1870 (bls. 100)
nokkru flóknara en oftast hefur verið haldið fram. Þetta rímar mjög vel við
rannsóknir á evrópskum einveldiskerfum, því að þrátt fyrir að flestir ein-
valdir konungar hafi leitast við að samræma stjórnkerfi sín og mynda
skipuleg stigveldi sem spönnuðu ríkin öll varð reyndin oftast allt önnur og
margbrotnari.
í öðrum þætti sögu sinnar ryður Einar nýja braut. Hér er um að ræða
lýsingu á tengslaneti íslenskra háembættismanna (þ.e. stiftamtmanna, amt-
manna og landfógeta), en samkvæmt þeirri mynd sem höfundur dregur af
því tengdust allir þeir 16 íslendingar sem gegndu slíkum embættum á
tímabilinu 1770-1870 saman í afar flóknu venslaneti (bls. 120-121). Þótt mér
tækist ekki fyllilega að ráða í tengsl allra þessara manna (svo sem Bjarna
Thorsteinsonar amtmanns og Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta), og
stundum væru þau nokkuð langsótt (ég get t.d. ekki séð að amtmennirnir
Bjarni Thorarensen og Bergur Thorberg hafi tengst á annan hátt en þann að
Bogi Benediktsson, tengdafaðir Bjama, var afi Önnu Pétursdóttur, síðari
eiginkonu Bergs), þá hlýtur lesandinn að sannfærast um að kerfisbundnar
inngiftingar embættismannanna hafi þjónað mjög mikilvægu hlutverki í
pólitísku valdabrölti tímabilsins.
Vandinn er aftur á móti að ráða í merkingu þessa tengslanets, þ.e. að
hvaða leyti það markaði háembættismönnunum sérstöðu gagnvart öðrum
íslendingum og hversu sterka samvitund það skapaði meðlimum netsins.
Það er til að mynda ljóst að því fór fjarri að eindregið bræðralag hafi ríkt
innan hópsins, og það þótt um náin skyldmenni væri að ræða. Alkunnur
fjandskapur frændanna Bjarna Thorarensens og Magnúsar Stephensens er
gott dæmi þar um, og fleiri slík mætti sjálfsagt tína til. En þetta þarf þó ekki
að þýða að embættismennirnir hafi ekki staðið saman þegar sameiginleg-