Saga - 2005, Side 221
RITDÓMAR
219
um hagsmunum þeirra var ógnað, hvort sem var frá stjórninni að ofan eða
frá íslenskri alþýðu að neðan. Tengslanet embættismannanna byggðist
nefnilega ekki aðeins á ættartengslum, að mati höfundar, heldur einnig á
þeirri virðingu sem fylgdi því að vera háembættismaður. Þannig töldust
stiftamtmenn, amtmenn og landfógetar til svonefnds „rangadel" í danska
embættismannakerfinu, sem Einar kalla/ „en dansk variant av "noblesse de
robe"" (bls. 103) — reyndar sýnist mér rangadel-kerhð bein eftirmynd rúss-
nesku stéttatöflunnar (Table ofRanks á ensku) frekar en að það líktist franska
kjólaðlinum, en það er önnur saga. Slík aðalstign fylgdi ákveðnum embætt-
um eftir nákvæmum reglum, en hún gekk þó ekki í erfðir. Þetta telur höf-
undur að hafi skapað háembættismönnunum algera sérstöðu á íslandi sem
hafi ekki aðeins greint þá frá óbreyttum bændum heldur einnig „óæðri"
embættismönnum. Lífssýn þeirra og sjálfsmynd hafi af þeim sökum verið
mjög ólík því sem tíðkaðist meðal annarra íslendinga, hvort sem þeir voru
embættismenn af lægri stigum eða bændur, því að þótt þeir væru vissulega
íslenskir embættismenn voru þeir um leið hluti af „den elit- och överhets-
kultur som dominerade i Europa" (bls. 240).
Þessi túlkun á stöðu íslenskra háembættismanna er nýstárleg en ekki
fyllilega sannfærandi — enda á Einar erfitt með að standa við aðgreining-
una á milli há- og lágembættismanna þegar á reynir. I fyrsta lagi er greini-
legt að venslanet háembættismannanna teygði sig langt út fyrir þröngan
hóp þeirra, sem er nokkuð eðlilegt því að útilokað hefði verið að mynda líf-
vænlegt net úr „hópi" sem taldi aðeins þrjá til fjóra menn hverju sinni. Ein-
ar er sér auðvitað fyllilega meðvitaður um þetta, og talar víða um vensl
hærri og lægri embættismanna, en þótt honum finnist skilin á milli hópanna
ekki skörp þá gegna þau lykilhlutverki í greiningu hans engu að síður. í
öðru lagi finnast ekki margar heimildir um að háembættismenn hafi litið á
sig sem sérstakan hóp sem greindist frá öðrum embættismönnum. Þarmig
er tæplega hægt að halda því fram, eins og Einar gerir, að sú tilhneiging
þeirra að taka upp ættarnöfn að dönskum sið beri vott um sérstaka afmörk-
un þeirra (bls. 141-143 og 240), því að notkun slíkra ættarnafna náði langt
út fyrir þeirra raðir og reyndar vel út fyrir raðir embættismanna (sbr. Þor-
stein Egilson, Bjarna og Þorvald Sívertsen, Einar Johnsen, Ólaf Thorlacius
kaupmann, o.s.frv.). Reyndar er stéttgreining íslendinga á 19. öld alls ekki
auðveld, því að stundum var litið á alla þjóna kirkju og ríkis (að hreppstjór-
um undanskildum) sem sérstakan hóp, en stundum var greint á milli presta
og veraldlegra embættismanna, enda voru hlutverk þeirra og staða í kerf-
inu mjög ólík. Menntun réð miklu um sjálfsmynd þessa hóps — eða þess-
ara hópa — a.m.k. þegar leið á 19. öldina, og það tengslanet sem myndað-
ist í skóla entist oft alla ævi manna. Hvað sem því líður tel ég að ummæli
Magnúsar Stephensens um íslenska stéttakerfið í Ræðum Hjálnmrs á Bjargi
passi alls ekki „bra för den analys som hár genomförs", eins og Einar held-
ur fram (bls. 140), því að Magnús gerir engan greinarmun á æðri og lægri
embættismönnum — og gerir reyndar ráð fyrir því að embættismenn komi