Saga - 2005, Page 222
220
RITDÓMAR
allt eins úr hópi bændasona eins og sona embættismanna. Hann skilur aft-
ur á móti á milli veraldlegra embættismanna, kirkjunnar þjóna og alþýðu,
og ég held að sú aðgreining hefði hentað rannsókn Einars betur en sú sem
hann notar.
Þessi stéttgreining er mjög mikilvæg forsenda þriðja þráðar sögunnar,
þ.e. rannsóknarinnar á samskiptum íslenskra embættismanna og danskra
yfirvalda, og því er mikilvægt að hún sé eins skýr og ótvíræð og kostur er.
Enginn vafi leikur á að þrátt fyrir að embættismenn væru þjónar konungs
þá fóru hagsmunir þeirra ekki alltaf saman við vilja ríkisvaldsins. Harald
Gustafsson hefur til að mynda sýnt fram á að alvarlegir árekstrar urðu á
milli íslenskra embættismanna og ríkisins seint á 18. öld og Einar segir að
tortryggni hafi gegnsýrt samskipti þeirra við Kaupmannahöfn alla 19. öld-
ina. Til að sýna fram á þessi átök tekur hann nokkur dæmi úr samskipta-
sögu stjórnar og fulltrúa hennar á íslandi, allt frá sölu Skálholtsjarða við lok
18. aldar til pólitísks óróleika um miðja 19. öld. Flest eru dæmin vel þekkt,
en Einar tengir þau saman á nýstárlegan hátt og endurtúlkar í ljósi kenn-
inga um félagsleg tengslanet. í grófum dráttum gengur kenningin út á það
að dönsk stjómvöld hafi á þessum tíma viljað ná betri tökum á íslensku
stjómkerfi, í og með til þess að hrinda í framkvæmd umbótastefnu í land-
búnaðarmálum í sama anda og einkenndi Danmörku frá síðari hluta 18.
aldar. íslenska elítan hafi aftur á móti staðið þver gegn öllum slíkum til-
raunum, enda hafi þeim beinlínis verið stefnt gegn efnahagslegum hags-
munum hennar og pólitískum ítökum. Eitt meginstefið í þessum átökum
var, að mati Einars, tilraun stjórnvalda til að brjóta á bak aftur ítök tengsla-
nets embættismannanna sem rætt var um að framan, um leið og embættis-
mennimir vörðu þau með kjafti og klóm. Sem dæmi má nefna að þótt
stjómvöld sniðgengju að mestu meðlimi tengslanetsins þegar kom að emb-
ættisveitingum, enda veitti stjórnin öll æðstu embættin á fslandi, þá sneru
íslensku embættismennirnir á stjórnina með því einfaldlega að innlima þá
háembættismenn sem tengdust þeim ekki í tengslanetið með giftingum
(bls. 191).
Eins og oft vill verða með ögrandi kenningar þarf Einar stundum að
teygja túlkun heimildanna nokkuð langt til að þær stemmi við hugmyndir
hans. Stundum er ég honum nokkurn veginn sammála, t.d. þar sem hann
tekur rannsókn á embættisfærslu Ólafs Stefánssonar til nákvæmrar skoð-
unar (bls. 158-180). Niðurstaða hans er sú að ásakanir á hendur Ólafi um
spillingu hafi verið á traustum rökum reistar, en þegar allt kom til alls
treysti stjórnin sér ekki til að láta kné fylgja kviði og hann hlaut uppreisn
æru og eftirlaun. Stundum er heimildatúlkun hans aftur á móti hæpin, þótt
hún hljóti að teljast hugvitsamleg. Þar má benda á umfjöllun hans bæði um
norðurreið Skagfirðinga árið 1849 og pereatið árið 1850. í báðum þessum
málum sér hann viðbrögð íslenskra embættismanna sem eins konar vörn
margumrædds tengslanets þegar að því var sótt af einstaklingum sem
stóðu utan þess eða voru einungis laustengdir klúbbi háembættismann-