Saga - 2005, Page 227
RITDÓMAR
225
bækur og málfræðirannsóknir. Fimmti kafli nefnist „Fræðigreinar í tímarit-
um" og er miklu styttri en aðrir meginkaflar verksins. Lokakaflinn kallast
„Arfleifð Konráðs Gíslasonar" og þar tekur Aðalgeir saman þræði. Hann
kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að Konráð hafi fyrst og fremst verið þekkt-
ur sem hinn ungi og byltingargjarni Fjölnismaður.
Miklar rannsóknir liggja að baki þessu verki, en heimildirnar eru sóttar
í opinber skjöl og einkaskjöl sem varðveitt eru á söfnum í Danmörku og á
íslandi, en auk þess styðst höfundur að sjálfsögðu við áður birtar rannsókn-
ir á sviði bókarinnar. Raunar er það eitt af einkennum verksins að höfund-
ur leyfir heimildunum að tala. í formála bókarinnar segir Aðalgeir m.a. um
aðferð sína: „Hér var sá kostur valinn að halda sig sem mest að staðreynd-
um með því að birta mikilvæg gögn um líf hans og störf sem fylgiskjöl"
(bls. 8). Það er vissulega fengur að þessum skjölum, t.d. umsóknum Kon-
ráðs um stöður og styrki. Þetta eru, eins og raunar við var að búast, form-
legir textar sem þó um leið segja margt um líf Konráðs og störf. Þeirri að-
ferð að „halda sig sem mest að staðreyndum" beitir Aðalgeir einnig við rit-
un bókarinnar í heild, en um leið leggur hann Konráð reglulega á bekkinn
til greiningar. Aðalgeir gætir þess einnig að leyfa öðrum höfundum að
komast að í bók sinni, jafnvel þótt hann hefði í sumum tilfellum getað orð-
að hlutina betur sjálfur. Honum er greinilega mjög mikið í mun að gera ekki
texta annarra að sínum. Og ekki verður betur séð en að Aðalgeir vitni til
heimilda með eðlilegum hætti; hér er allavega ekki skákað í skjóli svokall-
aðrar „allsherjartilvísunar".
Þótt kaflaheitin gefi til kynna að bókin sé rituð í allstrangri tímaröð, þá
leyfir höfundur sér að fara fram og aftur á tímaásnum, allt eftir því hvað
verkið kallar eftir. Til dæmis er fjallað um fjárhagsvandræði Konráðs í öðr-
um kafla, en helsta lánastofnun hans var Brynjólfur Pétursson. Á sömu
blaðsíðum lesum við að Konráð hafi ekki greitt sína síðustu skuld fyrr en
hann náði sjötugsaldri (bls. 102).
Uppsetning og prófarkalestur virðist vera til fyrirmyndar. En engin bók
er óaðfinnanleg. Þótt hún sé vel skrifuð, þá tókst mér að finna efnisgreinar
sem mér fannst ekki nógu vel tengdar við það sem kom á undan og eftir.
Og einstaka sinnum er gert ráð fyrir of mikilli þekkingu lesenda á erlendri
menningu; t.d. er undrunarefni að latneskir textar, sem koma fyrir í beinum
tilvitmmum, skuli ekki vera íslenskaðir. í öllum þessum tilfellum hefði
valdamikill ritstjóri getað kippt hlutum í liðinn.
Eftir lestur bókarinnar situr eftir í huga manns mynd af flóknum og for-
vitnilegum persónuleika, en á köflum svo leiðigjörnum og jafnvel einræn-
um að hann virðist ekki hafa verið mönnum sinnandi. Og ekki verður sagt
að Aðalgeir dragi taum Konráðs. T.d. segir hann um framgöngu Konráðs á
síðasta fundi félagsskapar sem kallaðist Almennir fundir íslendinga: „Hér
eins og oftar var afstaða Konráðs Gíslasonar einstrengingsleg og öfgafull og
hentaði illa í félagsskap, þar sem menn voru ekki á einu máli. Þetta gerði
sitt til að hann kom sér út úr húsi hjá löndum sínum" (bls. 110). Og á öðr-